
Árlega hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaupið í febrúar og Reykjavik International Games í janúar. Um 600 sjálfboðaliðar úr íþróttafélögunum í Reykjavík starfa við viðburðina í fjáröflun fyrir sitt félag. Upplýsingar um alla viðburðina má finna á reykjaviksport.is.
Íþróttabandalag Reykjavíkur sér einnig um skipulagningu á þátttöku Reykjavíkur á Alþjóðaleikum ungmenna og Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Um er að ræða íþróttamót fyrir unglinga þar sem þátttakendur keppa fyrir sína borg.
