Viðburðir ÍBR

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Árlega hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaupið í febrúar og Reykjavik International Games í janúar. Um 600 sjálfboðaliðar úr íþróttafélögunum í Reykjavík starfa við viðburðina í fjáröflun fyrir sitt félag. Upplýsingar um alla viðburðina má finna á reykjaviksport.is.

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér einnig um skipulagningu á þátttöku Reykjavíkur á Alþjóðaleikum ungmenna og Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Um er að ræða íþróttamót fyrir unglinga þar sem þátttakendur keppa fyrir sína borg.

Reykvíska liðið með íslenska fánann á lofti í Kaupmannahöfn á Grunnskólamóti Höfuðborga Norðurlanda.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna