Leiðbeiningar
Þessar leiðbeiningar eiga við um: starfsmann (sjálfboðaliða, þjálfara, stjórnarmann, foreldri, aðstandanda)
Hvað á að gera ef barn undir 18 ára aldri segir þér frá ofbeldi/áreitni sem hann/hún hefur orðið fyrir:1.
Mikilvægt er að sýna viðeigandi framkomu, halda ró sinni, gæta að réttum viðbrögðum og hlusta vel á frásögn barnsins án þess að trufla það.
Hugmyndir um setningar sem hægt er að nota eftir að barn hefur lokið frásögn sinni eru t.d.:
- Takk fyrir að treysta mér og segja mér frá þessu.
- Viltu segja mér eitthvað meira?
- Ég vil hjálpa þér.
Alls ekki beita barnið þrýstingi ef það vill ekki tjá sig meira. Taktu við þeim upplýsingum sem barnið gefur þér án þess að spyrja leiðandi spurninga. Mundu að leiðandi spurningar geta haft áhrif á framvindu máls hjá lögreglu.
Barnið sýnir starfsmanni mikið traust og það er ekki á ábyrgð starfsmannsins að leysa málið. Nauðsynlegt er að segja barninu að réttir aðilar (til dæmis sérfræðingar eða starfsfólk barnaverndar) þurfi að vita hvað gerðist svo hægt sé að hjálpa því. Með því að segja barninu satt eykur þú öryggi þess.
Börn segja stundum frá „hluta“ þess sem gerðist, eða láta sem það hafi hent einhvern annan, til að kanna viðbrögð hinna fullorðnu. Börn geta „lokast“ og neitað að segja meira ef brugðist er við af miklum ákafa eða á neikvæðan hátt.
Ef þú bregst við upplýsingum með reiði eða vantrú getur það leitt til þess að barnið dragi framburð sinn til baka eða hætti við að tala um atburðinn.
Mikilvægt er að hlusta og leyfa barninu að tala án þess að grípa fram í, annars getur barnið breytt frásögn sinni eða aðlagað hana spurningum þínum. Þetta getur valdið því að þegar það segir söguna seinna kann sá framburður að hljóma „æfður“ og það getur dregið úr vægi frásagnar, komi málið til kasta lögreglu/dómstóla.
2.
Íþróttafélagið skal taka öllum tilkynningum alvarlega.
3.
Íþróttafélaginu ber skylda til að standa vörð um einstaklinginn sem mögulega varð fyrir áreitni eða ofbeldi og auðvelda henni/honum að vera áfram virkur þátttakandi í íþróttafélaginu.
4.
Íþróttafélagið á ekki að taka sjálft á málinu heldur leita sér aðstoðar hjá barnavernd, lögreglunni, Íþróttabandalagi Reykjavíkur eða samskiptaráðgafa.
Barnavernd Reykjavíkur
sími: 411 9200
netfang: barnavernd@reykjavik.isLögreglan
sími: 444 1000
netfang: lrh@lrh.isÍþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.isSamskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.is1.
Ef einstaklingur leitar til starfsmanns þarf að hafa eftirfarandi í huga:
Mikilvægt er að sýna viðeigandi framkomu, halda ró sinni, gæta að réttum viðbrögðum og hlusta vel á frásögn einstaklingsins.
Hugmyndir um setningar sem hægt er að nota eftir að einstaklingurinn hefur lokið frásögn sinni eru t.d.:
- Takk fyrir að treysta mér og segja mér frá þessu.
- Viltu segja mér eitthvað meira?
- Ég vil hjálpa þér.
Einstaklingurinn sýnir starfsmanni mikið traust og það er ekki á ábyrgð starfsmannsins að leysa málið.
Nauðsynlegt er að segja einstaklingnum að allar ákvarðanir í málinu verða teknar í samráði við hann.
Hvettu einstaklinginn til að tilkynna málið til lögreglunnar. Þú getur boðist til að fara með honum á lögreglustöðina.
2.
Gættu þess að allar ákvarðanir í málinu verður að taka í samráði við einstaklinginn.
3.
Íþróttafélagið skal taka öllum tilkynningum alvarlega.
4.
Íþróttafélaginu ber skylda til að standa vörð um einstaklinginn sem mögulega varð fyrir áreitni eða ofbeldi og auðvelda henni/honum að vera áfram virkur þátttakandi í íþróttafélaginu.
5.
Íþróttafélagið á aldrei að koma í veg fyrir að einhver hafi samband við lögregluna. Íþróttafélagið á einnig ekki að mæla gegn því að einhver hafi samband við lögregluna.
6.
Íþróttafélagið á ekki að taka sjálft á málinu heldur leita sér aðstoðar í samráði við brotaþola hjá lögreglunni, Íþróttabandalagi Reykjavíkur eða samskiptaráðgjafa.
Kærumóttaka lögreglunnar
sími: 444 1000
netfang: lrh@lrh.isÍþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.isSamskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.isHvað áttu að gera ef þú ert yngri en 18 ára og varðst fyrir eða þekkir einhvern sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.
1.
Mundu að það sem gerðist er aldrei þér að kenna!
2.
Ef þú varst beitt/beittur kynferðislegu ofbeldi og ef færri en 7 dagar eru liðnir frá broti skaltu fara á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi.
Þar getur þú fengið aðstoð.
Neyðarmóttakan er opin allan sólarhringinn.
sími: 543 10003.
Hafðu samband við einhvern eftirtalinna aðila:
Lögregluna
sími: 112Kynferðisbrotadeild lögreglunnar
sími: 444 1000Neyðarmóttöku/Bráðamóttöku LSH í Fossvogi
sími: 543 2000
opin allan sólarhringinnBráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
sími: 543 1000Barnahús
sími: 530 2500Barnavernd Reykjavíkur
sími: 411 92004.
Segðu einhverjum sem þú treystir frá. Að segja einhverjum frá ofbeldinu hjálpar þér að binda enda á það.
Hér eru hugmyndir um aðila sem þú getur sagt frá:
- Foreldri/ábyrgðaraðili
- Eldra systkini
- Vinur/vinkona
- Kennari
- Þjálfari
- Námsráðgjafi
- Skólasálfræðingur
- Skólahjúkrunarfræðingur
- Heilsugæsla
5.
Segðu einhverjum frá sem þú treystir innan íþróttafélagsins:
- Íþróttastjóra
- Þjálfara
- Vini/vinkonu
6.
Ef þú vilt ekki eða getur ekki haft samband við íþróttafélagið, þá getur þú haft samband við eftirfarandi aðila:
Íþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.isSamskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.isEf að atvikið fellur ekki undir þá verkferla sem nefndir eru hér á undan er hægt að notast við eftirfarandi.
1.
Grunar þig eða hefur þú heyrt af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?
2.
Hjálpaðu einstaklingnum sem varð fyrir ofbeldinu/áreitninni.
3.
Hafðu samband við Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ef grunaður brotaþoli er undir 18 ára aldri.
Barnavernd Reykjavíkur
sími: 411 9200
netfang: barnavernd@reykjavik.is4.
Hafðu samband við lögregluna ef þú veist að glæpur hefur átt sér stað og einnig þó að þú sért ekki viss.
5.
Tilkynntu um grun þinn til íþróttastjóra eða þess aðila sem íþróttafélagið tilgreinir, þar sem grunað ofbeldi/áreitni átti sér stað.
6.
Tilkynntu um grun þinn til:
Íþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.isSamskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.is
Verkferlar
Ef þú ert tengiliður/stjórnandi í íþróttafélagi og hefur fengið tilkynningu um mál þar sem brotaþoli er yngri en 18 ára ber þér að gera eftirfarandi:
1.
Þér er skylt að tilkynna málið til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
- Þú getur tilkynnt það símleiðis: 411 9200.
- Þú getur tilkynnt það rafrænt: reykjavik.is/tilkynningar-til-barnaverndar.
- Tilkynning til barnaverndar er á ábyrgð og í nafni íþróttafélagsins en ekki einstakra starfsmanna. Ef ekki er hægt að leita til tengiliðs/stjórnanda íþróttafélagsins af einhverjum ástæðum er mikilvægt að hafa beint samband við barnavernd.
2.
Upplýstu foreldra/forsjáraðila barnsins um málið í samvinnu með barnavernd.
- Ef grunur vaknar um að foreldri hafi beitt barnið ofbeldi, á að hafa beint samband við barnavernd og ekki upplýsa foreldra um málið.
3.
Skráðu niður ópersónugreinanlegar upplýsingar um málið eins fljótt og auðið er á þar til gert skráningarblað og sendu til ÍBR. Sjá eyðublað hér.
4.
Hafðu samband við Íþróttabandalag Reykjavíkur eða samskiptaráðgjafa til að fá aðstoð við næstu skref í málinu innan íþróttafélagsins.
Íþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.isSamskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.is5.
Ef meintur gerandi er starfsmaður, iðkandi eða sjálfboðaliði hjá íþróttafélaginu skal víkja honum frá störfum tímabundið á meðan málið er til skoðunar hjá lögreglu/ barnavernd/ ÍBR.
6.
Fylgja skal málum eftir samdægurs, setja þau í farveg og ljúka þeim eins fljótt og kostur er.
Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 er hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málum barna skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd ef hann hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Allir ábyrgðaraðilar sem starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum bera því ábyrgð samkvæmt barnaverndarlögum, sama hvort um er að ræða starfsmenn eða sjálfboðaliða.
Ef þú ert tengiliður/stjórnandi í íþróttafélagi og hefur fengið tilkynningu um mál þar sem brotaþoli er 18 ára eða eldri ber þér að gera eftirfarandi:
1.
Starfsmanni ber að skrá eins fljótt og auðið er málsatvik og samtöl vegna hugsanlegrar lögreglurannsóknar. Einnig skal skrá ópersónugreinanlegar upplýsingar um málið á þar til gert skráningarblað og senda til ÍBR, sjá ibr.is.
2.
Eindregið er mælt með því að einstaklingurinn hafi samband við lögregluna sjálfur. Einnig er mælt með því að bjóðast til að fara með honum til lögreglunnar.
Kærumóttaka lögreglunnar
sími: 444 1000
netfang: lrh@lrh.is3.
Segðu einstaklingnum að allar ákvarðanir í málinu verði að vera teknar í samráði við hann.
4.
Hafðu samband við Íþróttabandalag Reykjavíkur eða samskiptaráðgjafa til að fá aðstoð við málið.
Íþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.isSamskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.is5.
Kynntu einstaklingnum þau úrræði sem standa honum til boða:
Neyðarmóttaka/Bráðamóttaka LSH í Fossvogi
sími: 543 2000
opin allan sólarhringinn.Kærumóttaka lögreglunnar
sími: 444 1000Stígamót
sími: 562 6868Bjarkarhlíð
sími: 553 3000
Kvennaráðgjöfin
sími: 552 1500Hægt er að fá fría lögfræðiráðgjöf hjá Bjarkarhlíð og Kvennaráðgjöfinni óháð kyni.
6.
Ef meintur gerandi er starfsmaður, iðkandi eða sjálfboðaliði hjá íþróttafélaginu skal víkja honum frá störfum tímabundið á meðan unnið er í málinu.
7.
Fylgja skal málum eftir samdægurs, setja þau í farveg og ljúka þeim eins fljótt og kostur er.