Samkvæmt lögum ÍBR hafa öll félög í Reykjavík, sem hafa íþróttir og æskulýðsstarf á stefnuskrá sinni, rétt á að gerast aðilar að ÍBR, enda fullnægi þau þeim skilyrðum, sem á hverjum tíma gilda um frjálsa íþróttastarfsemi.
Þegar sótt er um aðild að ÍBR þarf að leggja inn umsókn (erindi) til skrifstofu ÍBR, ásamt lögum félagsins, skýrslu um stofndag þess og ár, upplýsingar um hverjir eru í stjórn þess auk fjölda félagsmanna. Gögnum má skila með tölvupósti á ibr@ibr.is.
Samhliða aðildarumsókn skal greiða inntökugjald sem er kr. 25.000,-.
Umsókn er lögð fyrir stjórn ÍBR sem að öllu jöfnu vísar til laganefndar ÍBR til skoðunar. Ef laganefnd gerir athugasemdir eru þær sendar strax til félagsins, ef engar athugasemdir eru þá er umsókninni í heild vísað til ÍSÍ til yfirferðar. ÍSÍ tekur afstöðu til nafns, laga og íþróttagreinar ef það á við. Ef umsókn er samþykkt hjá ÍSÍ þá er hún send til stjórnar ÍBR til endanlegrar samþykktar. Þetta ferli getur tekið allt frá nokkrum vikum til nokkurra mánaða.
Áður en stjórn ÍBR samþykkir aðildarumsókn endanlega þarf viðkomandi félag að vera komið með staðfesta skráningu úr fyrirtækjaskrá í samræmi við samþykkt ÍSÍ (sama nafn).
Uppfylli félagið inntökuskilyrði laga ÍBR öðlast það réttindi hjá bandalaginu þegar stjórn ÍBR hefur samþykkt aðild þess.
ÍBR tilkynnir Reykjavíkurborg, ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda.
Smellið hér til að ná í sýnishorn af félagalögum (word skjal) sem hægt er að nota sem grunn við gerð laga.
Eftirfarandi atriðum skulu aðildarfélög ÍBR m.a. standa skil á:
- Skila starfsskýrslum með félaga- og iðkendatölum auk talna úr ársreikningum fyrir 15. apríl ár hvert.
- Fyrir 1. júní ár hvert skulu félög sem þiggja styrki frá ÍBR skila ársskýrslu og árituðum ársreikningi til bandalagsins.
- Greiða þjónustugjald til ÍBR.
- Halda aðalfund í samræmi við lög.
Aðildarfélag sem hefur ekki haldið aðalfund, sent skýrslur og ársreikninga, og ekki greitt þjónustugjald missir atkvæðarétt sinn á þingi ÍBR og missir einnig rétt til að tilnefna fulltrúa á íþróttaþing. Ef annað ár líður án þess að gera skil á þessu getur þing ÍBR ákveðið að víkja félaginu úr bandalaginu.
Frekari fyrirspurnir berist á ibr@ibr.is
Smellið hér til að ná í sýnishorn af félagalögum (word skjal) sem hægt er að nota sem grunn við gerð laga.