Aðildarfélög Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa að skila starfskýrslum til ÍSÍ og ársreikningum til ÍBR. Einnig geta þau sótt um ýmsa styrki. Hér má finna yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar sem forsvarsmenn íþróttafélaga ættu að punkta hjá sér.
Mikilvægar dagsetningar
Ferðasjóður íþróttafélaga - umsóknir berist ÍSÍ í byrjun janúar.
Skilafrestur umsókna um styrki vegna æfinga á sumartíma er 1.febrúar.
Skilafrestur umsókna í Afrekssjóð og Verkefnasjóð ÍBR er 15. mars.
Skilafrestur á starfsskýrslum ÍSÍ er 15.apríl - skýrslum skal skila í Felix, félagakerfi íþróttahreyfingarinnar.
Umsóknir um styrki til æfinga vegna komandi vetrartímabils berist til ÍBR fyrir 1.maí. Skilafrestur á umsókn um Grunnstyrk ÍBR er 31.maí.
Skilafrestur á ársskýrslum/ársreikningum félaga til ÍBR er 1. júní. Lagabreytingar ber að tilkynna ÍBR.
Skilafrestur umsókna í Afrekssjóð og Verkefnasjóður ÍBR er 15. september.
Umsóknir í Íþróttasjóð ríkisins þurfa að berast sjóðnum fyrir 1.október.
Íþróttafólk Reykjavíkur - ábendingar berist stjórn ÍBR fyrir 1.desember.