Um ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands og er tengiliður íþróttafélaganna við Reykjavíkurborg.

ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Heildarfjöldi virkra félagsmanna í íþróttafélögum í Reykjavík rúmlega 41.000. Skráð eru 77 starfræk íþróttafélög í ÍBR en innan þeirra eru yfir 150 deildir. ÍBR nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg. ÍBR styður starfsemi íþróttafélaganna með styrkjum frá Reykjavíkurborg m.a. fyrir aðstöðu til æfinga og keppni. Íþróttahreyfingin í Reykjavík fær einnig styrki frá ÍSÍ vegna hagnaðar af Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.

Íþróttabandalag Reykjavíkur er Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Viðurkenninguna fékk Íþróttabandalagið 19.desember 2019.

Á meðal verkefna ÍBR eru:

  • Úthlutun tíma til íþróttafélaga í íþróttamannvirkjum borgarinnar
  • Útleiga á lausum æfingatímum í íþróttamannvirkjum til almennings
  • Úthlutun á styrkjum til íþróttafélaganna
  • Stuðningur við afreksfólk í Reykjavík
  • Eftirfylgni með starfsemi íþróttafélaga
  • Rekstur og umsjón fimm íþróttaviðburða: Reykjavík International Games (RIG), Norðurljósahlaupið, Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
  • Rekstur Skautahallarinnar í Laugardal
  • Skipulagning þátttöku Reykjavíkur á Alþjóðaleikum ungmenna og Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
kt. 670169 1709
Engjavegi 6
104 Reykjavík

símanúmer: 535 3700 / netfang vegna almennra fyrirspurna: ibr@ibr.is

ÍBR fyrirmyndahérað ÍSÍ

Íþróttabandalag Reykjavíkur fékk árið 2024 á 80 afmælisári sínu, endurnýjun á viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ árið. Það var Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, sem afhenti Ingvari Sverrissyni, formanni ÍBR, viðurkenninguna. ÍBR er fimmta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi og var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur og gildir til tveggja ára. Til að gerast Fyrirmyndarhérað þarf meðal annars að útbúa handbók um skipulag og starfsemi og má skoða handbók ÍBR með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna