Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í tæp 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá ÍTR sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001.
Reykvískir keppendur hafa almennt staðið sig vel og verið borginni og sjálfum sér til sóma. Þátttaka í Alþjóðaleikum ungmenna lifir lengi með því unga fólki og gleðilegt að sjá hvað bæði keppendur og forráðamenn félaganna í Reykjavík eru þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu verkefni.
Reykjavík hefur einu sinni haldið leikana en það var árið 2007.
Lið Reykjavíkur á Alþjóðaleikum ungmenna í San Francisco árið 2008.