Meistaraflokkur karla Vals í handknattleik er lið Reykjavíkur 2022
Valur átti frábært tímabil og eru Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2022. Vals liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Nýtt tímabil byrjar einnig vel hjá liðinu, þar sem þeir hafa aðeins tapað einum leik í deildinni. Einnig er Vals liðið að keppa í Evrópukeppninni þar sem þeir hafa staðið sig einstaklega vel.
Við óskum Val og öllum liðunum til hamingju með árangurinn.
Frá Vinstri, Ingvar Sverrisson formaður ÍBR, Alexander Örn Júlíusson fyrirliði handknattleiksdeildar Vals, Dagur B. Eggertsson Borgastjóri Reykjavíkur
Íþróttalið Reykjavíkur sem eru Íslandsmeistarar árið 2022