Í kvöld, fimmtudaginn 10. apríl fór fram þing ÍBR í Laugardalshöllinni. 55 fulltrúar frá 19 íþróttafélögum innan bandalagsins mættu á þingið og tóku þátt í að móta stefnu komandi ára. Þingið heppnaðist mjög vel og tók um fimm klukkustundir.
Sigríður Jónsdóttir var þingforseti og Steinn Halldórsson var til vara.
BREYTINGAR Í STJÓRN ÍBR
Benedikt Ófeigsson og Brynjar Jóhannesson gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn ÍBR og var þeim þakkað fyrir samfylgdina og vel unnin störf undanfarin ár.
Nýir aðilar bættust við í stjórn ÍBR og heita þau Jón Karl Ólafsson og Vanda Sigurgeirdsóttir.
GULLMERKI UMFÍ
Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri UMFÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, sæmdu tvo einstaklinga gullmerki UMFÍ. Þau Ingvar Sverrisson, formann ÍBR, og Lilju Sigurðardóttir, varaformann ÍBR.