Ungmennaráð ÍBR

14. október 2024

Íþróttabandalag Reykjavíkur leitar að einstaklingum á aldrinum 16-25 ára í ungmennaráð ÍBR sem stendur til að stofna.

Eitt af helstu hlutverkum ungmennaráðsins verður að gæta hagsmuna yngri iðkenda í íþróttastarfi borgarinnar og vera rödd þeirra innan hreyfingarinnar.

Meðal verkefna ungmennaráðs ÍBR:

  • Mæta á fundi 1-2 í mánuði.
  • Taka þátt í að byggja upp öflugt íþróttafélagsstarf ungmenna innan íþróttafélaga og innan íþróttahreyfingarinnar almennt
  • Koma á framfæri sínum hugmyndum um málefni ungmenna  
  • Auka tengsl ÍBR við ungmenni  
  • Koma með tillögur til stjórnar ÍBR
  • Aðilar úr ráðinu fá að sitja stjórnarfund ÍBR 1-2 á ári  

Þátttakendum verður veitt fræðsla og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapaður verður vettvangur til að þjálfa sig í þeim atriðum.

Við hvetjum ungmenni til að taka þátt í íþróttastarfi Reykjavíkur með okkur.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember og umsóknir skal senda með tölvupósti á jakob@ibr.is.

Áhugi á íþróttum er æskilegur.

Hlökkum til að heyra frá ykkur og vonandi vinna með ykkur!

Íþróttabandalag Reykjavíkur

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna