Verkefnasjóður og Afrekssjóður styrkja íþróttastarf í Reykjavík, umsóknafrestur er 1. október næstkomandi.
Verkefnasjóður ÍBR
Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar.
Afrekssjóður ÍBR
Afrekssjóður ÍBR er sjóður til styrktar afreksíþróttastarfi í Reykjavík. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af afreksstefnu ÍBR.
Úthlutun í ár með breyttum hætti
Í ár verður úthlutun með breyttum hætti þar sem sjóðirnir tveir, þ.e. Verkefnasjóður og Afreksjóður verða sameinaðir í einn og áhersla lögð á aðstæður vegna COVID. Félögum gefst því kostur á að sækja um styrk í sjóðina miðað við reglugerðir þeirra eins og áður en einnig vegna verkefna sem hægt er að tengja sérstaklega við áhrif COVID t.a.m. kynningarstarf, kaupa á minniháttar búnaði, menntunar þjálfara o.fl. Tekið skal fram að hámarksupphæð styrks er kr. 500.000 og gert er ráð fyrir að heildarupphæð styrkja verði kr. 7.500.000,-.
Umsóknarfrestur er 1. október næstkomandi.
Umsóknareyðublaðið er útfyllanlegt PDF skjal sem óþarfi er að prenta út. Lesið vel yfir allar leiðbeiningar um útfyllingu og spurningar sem koma fram áður en umsókn er skilað. Þegar búið er að fylla út skjalið er best að hlaða því niður og senda í viðhengi.
Eftirtaldir starfsmenn á skrifstofu ÍBR taka á móti umsóknum og veita nánari upplýsingar:
Darri Mcmahon - darri@ibr.is eða Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir - hrefna@ibr.is