Laugavegshlaupið 2024

16. júlí 2024

Laugavegshlaupið fór fram í 28. sinn, laugardaginn 13. júlí. Aðstæður voru erfiðar á leiðinni, vindasamt á köflum og komu hlauparar þreyttir en sáttir í mark. Yfir 500 hlauparar lögðu af stað í Landamannalaugum kl.9 um morguninn og lögðu leið sína yfir Laugarveginn og enduðu í Húsadal. Þar sem fjölmargir áhorfendur tóku vel á móti þeim.

Leikar fóru þannig að Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki, fjórða árið í röð á tímanum 04:33:21. Hreint útsagt frábær árangu. Í öðru sæti í kvennaflokki var svo Halldóra Huld Ingvarsdóttir á tímanum 04:55:25 og á eftir henni í þriðja sæti var Íris Anna Skúladóttir á tímanum 05:06:00. 

Í karlaflokki sigraði Þorsteinn Roy Jóhannson í fyrsta sinn á tímanum 04:13:06, heldur betur frábær árangur hjá honum. Í öðru sæti var svo Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 04:20:34 og í þriðja sæti var svo Grétar Örn Guðmundsson á tímanum 04:31:27. 

Verðlaunafhending var svo haldin eftir hlaupið, en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna og karlaflokki, sem og aldursflokkaverðlaun.

Íþróttabandalag Reykjavíkur þakkar þátttakendum, starfsfólki, sjálfboðaliðum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að því halda þetta frábæra hlaup.

Takk fyrir okkur og sjáumst að ári liðnu.

Ljósmynd: Eva Björk

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna