Fimmtudaginn 8. desember verða viðurkenningar veittar fyrir íþróttakonu, íþróttakarl og íþróttalið Reykjavíkur 2022. Athöfnin verður í Ráðhúsinu í Reykjavík og hefst kl. 16:00.
Framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur velur íþróttakarl, íþróttakonu og íþróttalið Reykjavíkur. Íþróttakarl og íþróttakona Reykjavíkur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa verið félagar í reykvísku íþróttafélagi á liðnu keppnistímabili. Frekari upplýsingar um sigurvegara síðustu ára og reglur valsins má finna hér.
Íþróttalið Reykjavíkur 2022
Íslandsmeistarar og bikarmeistarar liða fá viðurkenningu og verður Íþróttalið Reykjavíkur 2022 valið.
Við þökkum fyrir allar tilnefningarnar.
Átta konur og átta karlar eru tilnefnd, sjá íþróttafólkið í stafrófsröð.
Tilnefningar til íþróttakonu Reykjavíkur 2022
- Aldís Kara BergsdóttirListskautar, Fjölnir
- Andrea KolbeinsdóttirFrjálsíþróttir, ÍR
- Eygló Fanndal SturludóttirÓlympískar Lyftingar, LFR
- Hólmfríður Dóra FriðgeirsdóttirAlpagreinar, Ármann
- Matthildur ÓskarsdóttirLyftingar, Kraftlyftingarfélag Reykjavíkur
- Perla Sól SigurbrandsdóttirGolf, GR
- Sandra SigurðardóttirKnattspyrna, Valur
- Thelma Björg BjörnsdóttirSund, ÍF