Grunnskólamót Norðurlandanna í Stokkhólmi

17. maí 2019

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006 (sjá nánar hér).

Reykvíski hópurinn heldur til Stokkhólms á sunnudaginn en í liðinu eru 41 keppandi úr átján skólum og tíu félögum í Reykjavík, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja, 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum. Smellið hér til að skoða lista yfir lið Reykjavíkur og hér til að skoða dagskrá reykvíska hópsins.

Upplýsingasíða mótsins er nordiccapitalsschoolgames.com og þar verða birt úrslit. Fréttir af gengi reykvísku krakkanna verða einnig birtar hér á ibr.is og á Facebook.

I love NCSG Logo-  Nordiccapitalsschoolgames

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna