Fréttir

Met þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki 2018 fór fram fimmtudagskvöldið 20.júní og var þetta í 26. sinn sem hlaupið er haldið. Íþróttabandalag Reykjavíkur rekur hlaupið en um 100 manns úr íþróttafélögunum í Reykjavík koma að framkvæmdinni í fjáröflun fyrir sitt félag.

Hlauparar létu ekki rigningu og rok stoppa sig í að mæta í Laugardalinn en als skráðu sig 2.857 til þátttöku sem er nýtt met. Um 1.200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 46 löndum. Þó Miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni var hlaupið vel heppnað og fóru margir að því loknu í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér.

Eitt brautarmet var sett í hlaupinu en það var Elín Edda Sigurðardóttir sem setti það í 10 km hlaupi kvenna. Í 10 km hlaupi karla sigraði Rimvydas Alminas frá Litháen. Í hálfu maraþoni sigruðu þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson en í 5 km hlaupinu Íris Anna Skúladóttir og Þórólfur Ingi Þórsson. Nánari úrslit og myndir frá hlaupinu má finna á vefnum midnaeturhlaup.is.

mhs2018

 

Skoða nánar

Góður hópur á grunnskólamóti

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018 fór fram í Kaupmannahöfn 27.maí til 1.júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og því var haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt var í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Reykvíski hópurinn stóð sig vel bæði innan vallar og utan og var sér og sínum til sóma á mótinu. Bæði handbolta stúlkurnar og fótbolta drengirnir voru í 3.sæti mótsins og frjálsíþróttastúlkurnar í 4.sæti og drengirnir í 5.sæti. Smellið hér til að skoða nánari úrslit og hér til að finna lista yfir liði Reykjavíkur. 

 

fotbolti5

handbolti4

frjalsar1

Skoða nánar

Íþróttamannvirki í Reykjavík

Íþróttabandalag Reykjavíkur boðar til fundar miðvikudaginn 6.júní þar sem gefst tækifæri til að koma með hugmyndir að uppbyggingu íþróttamannvirkja sem talin er þörf á í borginni.

Fundurinn verður opinn og í einskonar “þjóðfundarformi“. Fyrst verður stuttur fyrirlestur til að kynna verkefnið og gefa hugmyndir um hvað væri hægt að fá út úr vinnunni.

Síðan verður skipt í hópa eftir hverfum/borgarhlutum og þátttakendum gefst þar tækifæri á að setja hugmyndir sínar eða síns félags inn á kort sem hver hópur hefur af tilteknu svæði.

Á fundinum er gefst þeim sem taka þátt í íþróttastarfi í borginni tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Vinna af þessu tagi hefur farið fram í nokkrum hverfum borgarinnar í tengslum við skipulag þeirra og þar hafa komið fram ákveðnar hugmyndir frá borgurum. Markmið með okkar vinnu er að fá fram hugmyndir sem sprottnar eru úr ranni íþróttafélaganna og kannski frekar byggðar á reynslu og þekkingu þeirra sem í henni starfa. Að sjálfsögðu er þó líka horft til þess að áhugasamir félagsmenn íþróttafélaganna eða almennir borgarar með áhuga á íþróttastarfi sæki fundinn.

Afrakstur vinnunnar gæti verið grunnur að stefnu íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni til ársins 2030 og eins gæti hún orðið einskonar leiðarvísir fyrir stjórnendur borgarinnar varðandi hvaða verkefni séu brýnust á næstu árum og áratug.

Fundurinn verður miðvikudaginn 6. júní kl. 17:00-18:30 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal E.

Til að auðvelda skipulagningu er óskað eftir að þátttakendur skrái sig hér.

hollin 

Skoða nánar

Áherslur framboða í íþróttamálum

Í tilefni að því að framundan eru sveitastjórnarkosningar sendi Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrirspurn á öll framboð sem bjóða fram í Reykjavík spurningar um áherslur þeirra í íþróttamálum. Sjö framboð sendu svör við eftirfarandi spurningum og er hægt að skoða þau með því að ýta á nöfn framboðanna hér fyrir neðan.

  1. Hvað vill þitt framboð gera í íþróttamálum á næsta kjörtímabili?
  2. Hver er afstaða ykkar til afreksstarfs í Reykjavík? Teljið þið rétt að vera með bein fjárframlög til afreksstarfs eins og tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum?
  3. Hver er afstaða ykkar til þjóðarleikvanga, uppbyggingu þeirra og reksturs?
  4. Hver er afstaða ykkar til frístundaaksturs í hverfum borgarinnar?

Alþýðufylkingin

Framsóknarflokkurinn

Höfuðborgarlistinn

Miðflokkurinn

Píratar

Samfylkingin

Viðreisn

mittx 

Skoða nánar

Fundir um íþróttamál

Mánudaginn 14. maí stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir tveimur fundum í Laugardalshöll. Annars vegar um ofbeldi í íþróttum og hinsvegar kynningu á áherslum framboða fyrir borgarstjórnarkosningar um íþróttamál. Á báðum fundum verður boðið uppá léttar veitingar og óskað eftir því að fólk skrái sig til þátttöku.

Ofbeldi í íþróttum
kl. 17:15-18:15 
Hafdís Hinriksdóttir frá Bjarkarhlíð
Björg Jónsdóttir frá Erindi
Umræður að kynningum loknum
Smelltu hér til að skrá þig.

Helstu áherslur framboða fyrir borgarstjórnarkosningar um íþróttamál
kl. 18:30-20:00 
Stutt kynning frá hverju og einu framboði.
Fyrirspurnir úr sal.
Smelltu hér til að skrá þig.

hollin

Skoða nánar

Lið Reykjavíkur valið

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018 fer fram í Kaupmannahöfn 27.maí til 1.júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og verður því haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum. Smellið hér til að skoða lista yfir lið Reykjavíkur og hér til að skoða dagskrá reykvíska hópsins.

Mánudaginn 14.maí kl.18:00 hittist hópurinn í íþróttasal Rimaskóla til að þjappa sér saman fyrir ferðina til Kaupmannahafnar. Miðvikudaginn 16.maí kl.17:30 í E-sal í húsakynnum ÍSÍ á Engjavegi 6 verður svo fundur með foreldrum og forráðamönnum barnanna þar sem farið verður yfir skipulag ferðarinnar. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar snemma á sunnudagsmorguninn 27.maí og kemur heim aftur seinni part dags föstudaginn 1.júní.

Fréttir af gengi reykvísku krakkanna verða birtar hér á ibr.is og á Facebook.

ncsg

Skoða nánar

Opið fyrir umsóknir um tíma næsta vetur

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um að leigja út tíma til almenningshópa í skólaíþróttahúsum Reykjavíkur á veturna. Tímabilið er frá 1.september til 30.apríl.

Búið er að opna fyrir umsóknir um tíma veturinn 2018-2019. Sækja þarf um tíma fyrir 15.maí og verður umsóknum svarað í byrjun ágúst. Hópar sem voru með tíma veturinn 2017-2018 ganga fyrir en þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir 15.maí.

Smellið hér til að skoða hvaða íþróttahús eru til leigu og sækja um.

fotbolti

Skoða nánar

Sumarið er handan við hornið

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um rekstur fjögurra stórra íþróttaviðburða á sumrin en þeir eru:

WOW Tour of Reykjavik - 1.-2.júní
Miðnæturhlaup Suzuki - 21.júní
Laugavegshlaupið - 14.júlí
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 18.ágúst

Á vefnum marathon.is má finna upplýsingar um viðburðina og fleiri íþróttaviðburði sem ÍBR sér um.

Þá stendur Íþróttabandalagið einnig fyrir mótaröð sumargötuhlaupa í samstarfi við frjálsíþróttafélög í Reykjavík og Powerade sem kallast Powerade Sumarhlaupin. Fyrsta hlaup mótaraðarinnar er Víðavangshlaup ÍR sem fram fer á Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl. Skráning í hlaupið er í fullum gangi á vefnum hlaup.is.

Nánari upplýsingar um Powerade Sumarhlaupin má finna á sumarhlaupin.is.

Íþróttafélögin í Reykjavík taka virkan þátt í viðburðunum sem ÍBR rekur en þeir útvega starfsmenn sem vinna við viðburðina í fjáröflun fyrir sitt félag. Þá er hagnaður af viðburðunum notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum tvo sjóði: Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR.

Gleðilegt sumar!

hallgrimskirkja

Skoða nánar

Rekstur íþróttafélaga

Fimmtudaginn 26.apríl klukkan 8:30-9:30 stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir morgunverðarfundi um rekstur íþróttafélaga í Laugardalshöll (salur 1, inngangur A). Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, og Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fram, verða með framsöguerindi og ætla að leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 

Er hægt að reka boltadeild og skila hagnaði? 
Hver ber ábyrgð á rekstri boltadeildar? 
Hvaðan koma tekjurnar?
Hvernig gengur að ná í samstarfsaðila? 
Eru laun íþróttafólks of há? 
Búa félögin við jafnar aðstæður?

Að loknum erindum verða umræður sem Gígja Gunnarsdóttir, ritari stjórnar ÍBR, stýrir.

Boðið verður uppá rúnnstykki, kaffi, te og djús.

Smelltu hér til að skrá þig.

hollin

Skoða nánar

Mikilvægir skilafrestir

Á þessum tíma árs eru nokkrir mikilvægir skilafrestir á döfinni sem vert er að minna forsvarsmenn íþróttafélaganna á.

Starfsskýrslur ÍSÍ – skilafrestur 15. apríl
Búið er að opna fyrir starfsskýrsluskil vegna starfsársins 2017. Skilafrestur er skv. lögum ÍSÍ 15. apríl nk.
Hér á vef ÍSÍ má finna upplýsingar um starfsskýrsluskilin og einnig leiðbeinandi upplýsingar varðandi Felix kerfið.
Athugið þá nýbreytni að nú óskar ÍSÍ eftir að núgildandi lög félagsins verði sett inn í kerfið.
Ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Elías Atlason, verkefnastjóra Felix á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 514 4000.

Grunnstyrkur/Lottó – skilafrestur 31. maí
Umsóknum um Grunnstyrk ÍBR skal skila á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 31. maí. Hér á ibr.is má finna eyðublað til útfyllingar og reglugerð en að öðru leyti þarf að hafa skilað starfsskýrslum og ársreikningi til að fá styrk.

Aðalfundir – ársreikningar og lög – skilafrestur 1. júní
Fyrir 1. júní ár hvert skulu félögin skila ársskýrslu og árituðum endurskoðuðum ársreikningi til bandalagsins. Berist þessar skýrslur ekki innan tilskilinna tímamarka er stjórn ÍBR heimilt að fresta samkvæmt eigin ákvörðun greiðslum á hlutdeild viðkomandi aðila í tekjum Íslenskrar getspár þar til skýrslur hafa borist. Minnum einnig á að tilkynna þarf lagabreytingar til ÍBR.

Ef spurningar vakna þá hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu ÍBR.

april 15

Skoða nánar

Framtíð knatthúsa

Skýrsla ÍBR frá fundi með knattspyrnufélögunum í borginni frá því fyrr í vetur um framtíð knatthúsa í Reykjavík liggur nú fyrir.  Í skýrslunni kemur fram að óskir félaganna eru þær helstar að byggð verði knatthús með a.m.k. hálfum knattspyrnuvelli á félagssvæðum þeirra allra til framtíðar.  Fyrir í borginni er eitt stórt knatthús en það var niðurstaða fundarins að þörf væri á einu til tveimur í viðbót.  Nálgast má skýrsluna hér.

knatthus

Skoða nánar

Páskalokun í íþróttamannvirkjum

Nú líður senn að páskum og er vakin athygli á því að skólaíþróttahúsin í Reykjavík verða lokuð frá og með dymbilviku og fram yfir páska eða frá 26.mars til 2.apríl. Einnig verður lokað á Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl. Vortímabilið í íþróttahúsunum er til og með mánudeginum 30.apríl, eftir það loka húsin og opna ekki aftur fyrr en 1.september. 

Mánud. 26. mars   Lokað
Þriðjud. 27. mars   Lokað
Miðvikud. 28. mars   Lokað
Fimmtud. 29. mars   Lokað - Skírdagur
Föstud. 30. mars Lokað - Föstud. langi
Laugard. 31. mars Lokað
Sunnud. 1. apríl Lokað - Páskadagur
Mánud. 2. apríl Lokað - Annar í páskum
Þriðjud. 3. apríl Æfingar hefjast að nýju
Fimmtud. 19. apríl Lokað -  Sumard. fyrsti 

Gleðilega páska!

paskaungar

Skoða nánar

SJÁ ALLAR FRÉTTIR