Fréttir

Grunnskólamót í Osló

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár verður mótið haldið í Osló og er þetta 69.mótið. Frá upphafi hafa höfuðborgirnar Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmur tekið árlega þátt í mótinu en Reykjavík tók fyrst þátt í mótinu árið 2006. Reykjavík hefur tvisvar sinnum haldið mótið, árið 2011 og árið 2014.

Í úrvalsliði Reykjavíkur sem tekur þátt í mótinu er 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum. Þjálfarar hópsins eru með margra ára reynslu í þjálfun og menntaðir íþróttakennarar. Farastjórar hópsins eru starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem jafnframt hafa umsjón með undirbúning og framkvæmd ferðarinnar. Smelltu hér til að skoða lista yfir úrvalslið Reykjavíkur 2017.

Hópurinn heldur til Finnlands sunnudaginn 28.maí en keppni hefst mánudaginn 29.maí. Keppni mun standa yfir í fjóra daga og svo verður flogið heim föstudaginn 2.júní.

Fregnir af gengi reykvíska hópsins verða settar reglulega á Facebook síðu ÍBR og samantekt í mótslok hér á ibr.is.

 

fararstjorar

Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni til Osló

Skoða nánar

Starfsskýrslur ÍSÍ

Samkvæmt lögum ÍSÍ þá eiga öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ, íþróttahéruð og sérsambönd að skila starfsskýrslum í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, fyrir 15. apríl ár hvert.

Í ljósi þess að í ár er skýrslum skilað í gegnum nýtt kerfi og að skilafrestur lendir á páskum þá hefur verið ákveðið að lengja frestinn um einn mánuð eða til 15. maí næstkomandi.

Aðstoð við skýrsluskil veitir Elías Atlason verkefnastjóri Felix, sími 5144000 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skoða nánar

Páskalokun íþróttahúsa

Opnunartími íþróttahúsa í Reykjavík um páskahátíðina verður sem hér segir:

egg colorful easter eggs 213884

10. apríl  mánudagur                   LOKAÐ
11. apríl  þriðjudagur                   LOKAÐ
12. apríl  miðvikudagur                LOKAÐ
13. apríl  skírdagur                      LOKAÐ
14. apríl  föstudagurinn langi        LOKAÐ
15. apríl  laugardagur                  LOKAÐ
16. apríl  páskadagur                   LOKAÐ
17. apríl  annar í páskum             LOKAÐ
18. apríl  þriðjudagur                   OPIÐ
19. apríl  miðvikudagur                OPIÐ
20. apríl  sumardagurinn fyrsti      LOKAÐ

 

Skoða nánar

Samþykkir þings

48.þing Íþróttabandalags Reykjavíkur fór fram í Laugardalshöll dagana 22. og 23.mars. Þingið fór vel fram og stýrði Sigríður Jónsdóttir því af röggsemi. Stjórn bandalagsins var endurkjörin sem og Ingvar Sverrisson formaður.

Smellið hér til að skoða samþykktir þingsins og hér til að finna ársskýrslu, ársreikninga og önnur gögn sem tengjast þinginu. 

 

Skoða nánar

48.þing ÍBR 22.-23.mars 2017

48. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður haldið dagana 22. - 23. mars í Laugardalshöll.

Þingfundur hefst miðvikudaginn 22. mars kl. 17:00. Nefndir munu starfa að loknum fyrri hluta þings, á miðvikudagskvöldinu, í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að þingfulltrúar geti tekið þátt í nefndarfundum fyrsta klukkutímann en síðan starfi nefndir fyrir luktum dyrum og ljúki sinni vinnu eigi síðar en kl. 22:30. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndum mega gjarnan koma boðum um það til skrifstofu ÍBR. Þingfundi verður fram haldið fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00. 

Þau mál, sem aðilar óska að verði á dagskrá, skulu berast ÍBR í síðasta lagi 4 vikum fyrir þingsetningu eða fyrir 22. febrúar.

Hér á ibr.is er hægt að nálgast upplýsingar um þingið sem framundan er og munu fleiri gögn bætast við þegar nær dregur.

thing2015 2

Skoða nánar

Nýr hlaupaviðburður

WOW Northern Lights Run er nýr og skemmtilegur hlaupaviðburður á vegum ÍBR fyrir almenning. Hlaupið fer fram laugardagskvöldið 4.febrúar og er hluti af Reykjavíkurleikunum, WOW Reykjavik International Games.

Um er að ræða 5 km skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur eru hluti af glæsilegri ljósasýningu. Allir þátttakendur fá meðal annars gleraugu sem lýsa í myrkrinu, litrík eyrnabönd frá Cintamani og fleira skemmtilegt. 

Skráning fer fram á vefnum nordurljosahlaup.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið.

nordurljosahlaup

Skoða nánar

Spennandi ráðstefnur

Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir tveimur ráðstefnum um íþróttatengd málefni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sex erlendir fyrirlesarar munu flytja áhugaverð erindi á ensku.

Fyrri ráðstefnan verður 26.janúar kl.17:30-20:30 og ber hún yfirskriftina Lyfjamál í íþróttum. Fjallað verður um hvað íþróttafólk þarf að hafa í huga þegar það neytir fæðubótarefna, þekktur hjólreiðamaður segir frá reynslunni við að falla á lyfjaprófi og rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um lyfjasvindl Rússa flytur áhugavert erindi.

Seinni ráðstefnan fjallar um góða stjórnunarhætti og fer fram 2.febrúar kl.17:30-20:30. Þar munu þrír reyndir stjórnendur úr íþróttahreyfingunni sem koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku flytja fræðandi erindi um sína stjórnunarhætti. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gert miklar breytingar á skipulagi sinna íþróttasambanda og náð mjög góðum árangri í kjölfarið.

Verðið á hvora ráðstefnu er 4.900 krónur og er kvöldverður innifalinn. Ef báðar ráðstefnur eru keyptar í einu er verðið 8.900 krónur og fylgir þá með 3.000 króna gjafabréf sem gildir sem greiðsla uppí WOW Northern Lights Run.

Á heimasíðu Reykjavíkurleikanna má finna nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig. Skráning verður opin þangað til daginn fyrir hvora ráðstefnu nema uppselt verði fyrir þann tíma.

lectures

Skoða nánar

WOW Reykjavik International Games - Íþróttahátíð í Reykjavík

Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games fer fram dagana 26.janúar til 5.febrúar næstkomandi. Í tilefni 10 ára afmælis leikanna verður dagskráin sérstaklega glæsileg og hluti af Vetrarhátíð. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík sem hefur veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd leikanna.

Leikarnir hefjast á kynningarfundi fyrir fjölmiðla fimmtudaginn 26.janúar og enda með glæsilegri hátíðardagskrá þann 5.febrúar. Keppt verður í 19 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Von er á mjög sterkum erlendum keppendum til landsins í öllum greinum. Má þar nefna heimsmeistara og heimsmethafa í kraftlyftingum, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum í fimleikum, Evrópumeistara í sundi og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikum í júdó.

Í ár verður í fyrsta skiptiboðið uppá spennandi „Off Venue“ dagskrá þar sem allir sem vilja geta tekið þátt. Á „Off Venue“ dagskránni eru meðal annars hjólasprettur upp Skólavörðustíg, hátíðir í Laugardalshöll þar sem boðið verður uppá kvöldverð og skemmtiatriði, 5 km skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur sem ber heitið WOW Northern Lights Run, spennandi ráðstefnur með þekktum erlendum fyrirlesurum og fleira skemmtilegt.

Heimasíða leikanna með upplýsingum á íslensku og ensku er www.rig.is

RIG17 fyrri helgi

Skoða nánar

Skráning er hafin í hlaup sumarsins

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur frá árinu 2003 séð um rekstur og framkvæmd Reykjavíkurmaraþons og viðburða þess. Skráning í hlaup sumarsins 2017 er hafin á marathon.is. Allir eru hvattir til að skrá sig tímanlega því þátttökugjöldin hækka eftir því sem nær dregur hlaupi.

Miðnæturhlaup Suzuki - 23.júní 2017
21 km - 10 km - 5 km
Hægt að skrá sig á ódýrasta gjaldinu til og með 27.apríl

Laugavegur Ultra Marathon - 15.júlí 2017
55 km fjallahlaup
Hægt að skrá sig á ódýrasta gjaldinu til og með 31.mars nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 19.ágúst 2017
42 km - 21 km - 10 km - 3 km - Krakkamaraþon
Hægt að skrá sig á ódýrasta gjaldinu til og með 15.mars

foss

Skoða nánar

Ferðasjóður - umsóknarfrestur til 9.janúar

Forsvarsmenn íþróttafélaga í Reykjavík eru hvattir til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga hjá ÍSÍ.

Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2016 rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar 2017. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn. Til úthlutunar að þessu sinni eru 97 milljónir króna. Styrkir úr sjóðnum verða greiddir út í febrúar.

Hægt er að fara inn á umsóknarsvæðið með því að smella hér.

Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra. Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.

Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

flugvel

Skoða nánar

Gleðileg jól

IBR jolakvedja 2016

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur sendir aðildarfélögum sínum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Opnunartími skrifstofu ÍBR yfir hátíðarnar verður eftirfarandi:

23.des - Opið til hádegis
24.des - Lokað
25.des - Lokað
26.des - Lokað
27.des - Lokað
28.des - Opið 9-16
29.des - Opið 9-16
30.des - Opið 9-16
31.des - Lokað
1.jan - Lokað
2.jan - Lokað
3.jan - Opið

Skoða nánar

Íþróttafólk Reykjavíkur 2016

ithrottafolk rvk 2016

Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 38.sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í fjórða sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2016 er kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í flokki fullorðinna og heims- og Evrópumeistari ungmenna á árinu ásamt því að setja ótal Íslands- og Norðurlandamet. Hann er stigahæsti íslenski kraftlyftingamaðurinn frá upphafi. Íþróttakona Reykjavíkur 2016 er kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn var á dögunum fyrst íslenskra kylfinga til að vinna sig inn á PGA mótaröðina í golfi. Hún er Íslandsmeistari kvenna í golfi og setti mótsmet á Íslandsmótinu með því að leika á -11 samtals. Íþróttalið Reykjavíkur 2016 er lið KR í körfuknattleik karla sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

Tíu einstaklingar og fimmtán lið frá tíu félögum voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2016 í dag. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4.500.000 krónur. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.
Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2016:

 • Ármann – Bikarmeistarar í liðakeppni í áhaldafimleikum karla
 • Ármann – Bikarmeistarar í liðakeppni í áhaldafimleikum kvenna
 • GR – Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna í golfi
 • ÍR – Bikarmeistarar í keilu kvenna
 • ÍR – Íslands- og bikarmeistarar í keilu karla
 • Júdófélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í sveitakeppni karla
 • Júdófélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í sveitakeppni kvenna
 • Keilufélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar í keilu kvenna
 • KR – Íslands- og bikarmeistarar í körfuknattleik karla
 • KR – Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna í borðtennis
 • TBR – Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton
 • Valur – Bikarmeistarar í handknattleik karla
 • Valur – Bikarmeistarar í knattspyrnu karla
 • Víkingur – Íslandsmeistarar í liðakeppni karla í borðtennis
 • Þórshamar – Íslandsmeistarar í kata karla

Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2016:

 • Aníta Hinriksdóttir, ÍR
 • Anton Sveinn McKee, Ægir
 • Árni Björn Pálsson, Fákur
 • Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann
 • Brynjar Þór Björnsson, KR
 • Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir
 • Helgi Sveinsson, Ármann
 • Irina Sazonova, Ármann
 • Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Ármann
 • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR


Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ingvar Sverrisson, afhentu íþróttafólkinu og forsvarsmönnum íþróttafélaganna verðlaunin í dag.

Myndir af verðlaunahöfum má finna á Facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Skoða nánar

SJÁ ALLAR FRÉTTIR