Fréttir

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 40.sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 er kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu og varð í fjórða sæti samanlagt á HM í nóvember. Hann setti einnig Íslandsmet í réttstöðulyftu og samanlögðu á mótinu. Á EM vann hann til gullverðlauna í réttstöðulyftu. Þá setti hann auk þess Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu á árinu.

Íþróttakona Reykjavíkur 2018 er frjálsíþróttakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur. Guðbjörg Jóna varð Evrópumeistari unglinga í 100 m hlaupi og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í 200 m hlaupi á árinu og sett nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti í þremur unglingaflokkum og fullorðinsflokki. Hún vann einnig til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti unglinga í 200 m hlaupi og setti nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti. Hún er í 2.sæti á Evrópulista unglinga og 12.sæti á heimlista unglinga í 200 m hlaupi.

Íþróttalið Reykjavíkur 2018 er lið Fram í handknattleik kvenna sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

ithrottafolk rvk 2018 minni

Frá vinstri: Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íþróttakona Reykjavíkur 2018, Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og Íþróttaliðs Reykjavíkur 2018, Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 og formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ingvar Sverrisson.

Skoða nánar

Jólafrí í íþróttahúsum

Íþróttabandalag Reykjavíkur leigir tíma í íþróttahúsum grunnskólanna til íþróttafélaga og almenningshópa. Senn líður að jólafríi í þessum húsum og má sjá yfirlit yfir hvenær þau loka fyrir jól og opna aftur eftir áramót hér fyrir neðan.

Íþróttahús Síðasti dagur fyrir jól  Fyrsti dagur á nýju ári
Austurbæjarskóli 13. desember 2. janúar
Árbæjarskóli 13. desember 2. janúar
Ártúnsskóli 13. desember 2. janúar
Fellaskóli 16. desember 2. janúar
Hagaskóli  14. desember 2. janúar
Háaleitisskóli 14. desember 2. janúar
Hlíðarskóli 14. desember 2. janúar
Ingunnarskóli  14. desember 2. janúar
Laugarnesskóli 14. desember 2. janúar
Norðlingaskóli  14. desember 2. janúar
Réttarholtsskóli 14. desember 2. janúar
Rimaskóli 14. desember 2. janúar
Selásskóli 13. desember 2. janúar
Sæmundarskóli 14. desember 2. janúar

jola

Skoða nánar

Tilnefningar um íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Íþróttafólk Reykjavíkur er kjörið ár hvert af framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og skal stjórn velja karl og konu ásamt íþróttaliði. Aðildarfélög og sérráð ÍBR eru hvött til að skila inn tilnefningum en frestur til þess rennur út mánudaginn 26.nóvember.

Smellið hér til að finna upplýsingar um kjörið á íþróttafólki Reykjavíkur.

 valur

Valur, meistaraflokkur karla í handknattleik, var valið íþróttalið ársins í Reykjavík 2017

Skoða nánar

Íþróttasjóður - umsóknarfrestur til 1.október

Vekjum athygli á því að íþrótta- og ungmennafélög í landinu geta sótt um styrki í Íþróttasjóð. Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknakerfi Rannís fyrir kl.16:00 mánudaginn 1.október 2018.

Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:

  • sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
  • útbreiðslu- og fræðsluverkefna , sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna
  • íþróttarannsókna
  • verkefna samkvæmt 13. gr. Íþróttalaga.

Sjá nánar hér.

 

ithrottasjodur

Skoða nánar

BeActive dagurinn 2018

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun hefja Íþróttaviku Evrópu formlega sunnudaginn 23. september í Laugardalnum þar sem hægt veður að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Skylmingar, aquazumba, quigong og tai chi, rathlaup, göngufótbolti, strandblak og fleira skemmtilegt. Sirkus Íslands verður á sveimi milli kl. 12 og 15 og andlitsmálun í boði í Laugardalshöllinni frá kl. 12-14. Þá verður Leikhópurinn Lotta við Þvottalaugarnar kl. 11:30. Sjá nánari upplýsingar hér.

beactive

 

 

Skoða nánar

Lausir tímar í íþróttahúsum

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um að leigja út tíma til almenningshópa í skólaíþróttahúsum Reykjavíkur á veturna. Tímabilið er frá 1.september til 30.apríl.

Nokkrir tímar eru nú lausir til umsóknar. Smellið hér til að skoða hvaða íþróttahús eru til leigu og hvaða tímar eru lausir.

Nánari upplýsingar um útleigu á tímum til almenningshópa veitir Steinn Halldórsson í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 5353707.

 

fotbolti

Skoða nánar

Styrkir - umsóknarfrestur til 15.september

Senn líður að seinni úthlutun ársins úr Verkefnasjóði ÍBR og Afrekssjóði ÍBR. Umsóknarfrestur fyrir báða sjóði er 15.september næstkomandi. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð má finna hér á ibr.is undir liðnum styrkir.

Verkefnasjóður

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík.  Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar.

Nánari upplýsingar veitir:
Anna Lilja Sigurðardóttir – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrekssjóður

Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja íþróttafólk sem hefur hæfileika og getu til að ná langt í sinni íþróttagrein og þjálfara til þátttöku í námskeiðum. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.

Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Freyr Ásmundsson – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skoða nánar

Met þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki 2018 fór fram fimmtudagskvöldið 20.júní og var þetta í 26. sinn sem hlaupið er haldið. Íþróttabandalag Reykjavíkur rekur hlaupið en um 100 manns úr íþróttafélögunum í Reykjavík koma að framkvæmdinni í fjáröflun fyrir sitt félag.

Hlauparar létu ekki rigningu og rok stoppa sig í að mæta í Laugardalinn en als skráðu sig 2.857 til þátttöku sem er nýtt met. Um 1.200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 46 löndum. Þó Miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni var hlaupið vel heppnað og fóru margir að því loknu í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér.

Eitt brautarmet var sett í hlaupinu en það var Elín Edda Sigurðardóttir sem setti það í 10 km hlaupi kvenna. Í 10 km hlaupi karla sigraði Rimvydas Alminas frá Litháen. Í hálfu maraþoni sigruðu þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson en í 5 km hlaupinu Íris Anna Skúladóttir og Þórólfur Ingi Þórsson. Nánari úrslit og myndir frá hlaupinu má finna á vefnum midnaeturhlaup.is.

mhs2018

 

Skoða nánar

Góður hópur á grunnskólamóti

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018 fór fram í Kaupmannahöfn 27.maí til 1.júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og því var haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt var í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Reykvíski hópurinn stóð sig vel bæði innan vallar og utan og var sér og sínum til sóma á mótinu. Bæði handbolta stúlkurnar og fótbolta drengirnir voru í 3.sæti mótsins og frjálsíþróttastúlkurnar í 4.sæti og drengirnir í 5.sæti. Smellið hér til að skoða nánari úrslit og hér til að finna lista yfir liði Reykjavíkur. 

 

fotbolti5

handbolti4

frjalsar1

Skoða nánar

Íþróttamannvirki í Reykjavík

Íþróttabandalag Reykjavíkur boðar til fundar miðvikudaginn 6.júní þar sem gefst tækifæri til að koma með hugmyndir að uppbyggingu íþróttamannvirkja sem talin er þörf á í borginni.

Fundurinn verður opinn og í einskonar “þjóðfundarformi“. Fyrst verður stuttur fyrirlestur til að kynna verkefnið og gefa hugmyndir um hvað væri hægt að fá út úr vinnunni.

Síðan verður skipt í hópa eftir hverfum/borgarhlutum og þátttakendum gefst þar tækifæri á að setja hugmyndir sínar eða síns félags inn á kort sem hver hópur hefur af tilteknu svæði.

Á fundinum er gefst þeim sem taka þátt í íþróttastarfi í borginni tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Vinna af þessu tagi hefur farið fram í nokkrum hverfum borgarinnar í tengslum við skipulag þeirra og þar hafa komið fram ákveðnar hugmyndir frá borgurum. Markmið með okkar vinnu er að fá fram hugmyndir sem sprottnar eru úr ranni íþróttafélaganna og kannski frekar byggðar á reynslu og þekkingu þeirra sem í henni starfa. Að sjálfsögðu er þó líka horft til þess að áhugasamir félagsmenn íþróttafélaganna eða almennir borgarar með áhuga á íþróttastarfi sæki fundinn.

Afrakstur vinnunnar gæti verið grunnur að stefnu íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni til ársins 2030 og eins gæti hún orðið einskonar leiðarvísir fyrir stjórnendur borgarinnar varðandi hvaða verkefni séu brýnust á næstu árum og áratug.

Fundurinn verður miðvikudaginn 6. júní kl. 17:00-18:30 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal E.

Til að auðvelda skipulagningu er óskað eftir að þátttakendur skrái sig hér.

hollin 

Skoða nánar

Áherslur framboða í íþróttamálum

Í tilefni að því að framundan eru sveitastjórnarkosningar sendi Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrirspurn á öll framboð sem bjóða fram í Reykjavík spurningar um áherslur þeirra í íþróttamálum. Sjö framboð sendu svör við eftirfarandi spurningum og er hægt að skoða þau með því að ýta á nöfn framboðanna hér fyrir neðan.

  1. Hvað vill þitt framboð gera í íþróttamálum á næsta kjörtímabili?
  2. Hver er afstaða ykkar til afreksstarfs í Reykjavík? Teljið þið rétt að vera með bein fjárframlög til afreksstarfs eins og tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum?
  3. Hver er afstaða ykkar til þjóðarleikvanga, uppbyggingu þeirra og reksturs?
  4. Hver er afstaða ykkar til frístundaaksturs í hverfum borgarinnar?

Alþýðufylkingin

Framsóknarflokkurinn

Höfuðborgarlistinn

Miðflokkurinn

Píratar

Samfylkingin

Viðreisn

mittx 

Skoða nánar

Fundir um íþróttamál

Mánudaginn 14. maí stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir tveimur fundum í Laugardalshöll. Annars vegar um ofbeldi í íþróttum og hinsvegar kynningu á áherslum framboða fyrir borgarstjórnarkosningar um íþróttamál. Á báðum fundum verður boðið uppá léttar veitingar og óskað eftir því að fólk skrái sig til þátttöku.

Ofbeldi í íþróttum
kl. 17:15-18:15 
Hafdís Hinriksdóttir frá Bjarkarhlíð
Björg Jónsdóttir frá Erindi
Umræður að kynningum loknum
Smelltu hér til að skrá þig.

Helstu áherslur framboða fyrir borgarstjórnarkosningar um íþróttamál
kl. 18:30-20:00 
Stutt kynning frá hverju og einu framboði.
Fyrirspurnir úr sal.
Smelltu hér til að skrá þig.

hollin

Skoða nánar

SJÁ ALLAR FRÉTTIR