Skýrsla ÍBR frá fundi með knattspyrnufélögunum í borginni frá því fyrr í vetur um framtíð knatthúsa í Reykjavík liggur nú fyrir. Í skýrslunni kemur fram að óskir félaganna eru þær helstar að byggð verði knatthús með a.m.k. hálfum knattspyrnuvelli á félagssvæðum þeirra allra til framtíðar. Fyrir í borginni er eitt stórt knatthús en það var niðurstaða fundarins að þörf væri á einu til tveimur í viðbót. Nálgast má skýrsluna hér.
