Þessa dagana tekur Reykjavíkurúrval keppenda í listhlaupi á skautum, skíðum og snjóbrettum fædd árið 2001 og síðar þátt í Alþjóðaleikum ungmenna (International Children´s Games). Leikarnir fara fram í Innsbruck í Austurríki. Síðan 2001 hefur Reykjavíkurborg með milligöngu Íþróttabandalags Reykjavíkur sent á þriðja hundrað keppendur á sumarleika ICG en þetta er í fyrsta skipti sem sent er lið á vetrarleikana.
Heimasíða Alþjóðaleikanna þar sem meðal annars er hægt að skoða dagskrá og fylgjast með opnunarhátíð í beinni útsendingu er http://www.innsbruck2016.com/. Hægt er fylgjast með gengi reykvísku krakkanna á Facebook síðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Eftirfarandi einstaklingar eru í liði Reykjavíkur sem keppir í Innsbruck:
Skíði
Andrés Nói Arnarsson
Gauti Guðmundsson
Hjálmdís Rún Níelsdóttir
Ingibjörg Embla Mín Jónsdóttir
Tryggvi Þór Einarsson, þjálfari
Helga Hrönn Stefnisdóttir, þjálfari
Snjóbretti
Ásgeir Örn Jóhannsson
Ástvaldur Ari Guðmundsson
Jóhann Óskar Borgþórsson, þjálfari
Listhlaup
Helga Karen Pedersen
Thelma Kristín Maronsdóttir
Julia Dunlop, þjálfari
Fararstjóri
Viggó Viggósson