Að vera trans er ekki eitthvað sem þú verður - heldur eitthvað sem þú ert.
Hinsegin fólk í íþróttum
Iðkendur eru fjölbreytilegir og geta einnig átt átt hinsegin fjölskyldur og vini. Fólk kemur út sem hinsegin á öllum aldri og það skiptir máli að allir upplifi öryggi og vellíðan og séu lausir undan fordómum í sínu félagsstarfi. Íþrótta- og æskuliðsfélög þurfa að vera vel í stakk búin til að styðja við fjölbreyttan hóp iðkenda. Besta leiðin til að gera það er að skapa og rækta opna og umburðarlynda menningu innan félagsins þar sem hinsegin félagar verða ekki fyrir einelti og upplifi sig vera hluti af hópnum. Þá þarf einnig að beina sjónum að iðkendum sem eru ekki hinsegin og hvernig þeir tala og haga sér. Með því að vinna að hinseginvænni íþrótta- og æskuliðsfélögum er unnið gegn staðalímyndum sem geta þrengt að fleirum en einungis hinsegin fólki. Hinseginvæn félög eru góð fyrir alla.
Skilgreiningar
Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir þá sem falla út fyrir það sem telst normið eða algengt hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund, t.d. hommar, lesbíur, trans fólk, intersex fólk o.fl.
Kynhneigð segir til um hverjum fólk verður skotið í, ástfangið af og/eða laðast að. Kynhneygð er allskonar, getur breyst með tímanum og er mismunandi hjá hverjum og einum. Fólk getur laðast að einhverjum af öpru kyni, af sama kyni, að tveimur eða fleiri kynjum en fyrir öðrum skitir kyn ekki máli þegar kemur að aðlöðun. Sum laðast lítið eða ekkert að öðru fólki. Sumum henar að skilgreina kynhneigð sína en öðrum ekki.
- Gagnkynhneigð: að laðast að fólki af gagnstæðu kyni
- Samkynhneigð (lesbía/hommi): að laðast að fólki af sama kyni
- Tvíkynhneigð: að laðast að fólki af fleiru en einu kyni
- Pankynhneigð: að laðast að fólki óháð kyni
- Eikynhneigð: að laðast lítið eða ekkert að öðru fólki
Kynvitund segir til um hvernig fólk vill lifa og vera í sínu kyni. Kynvitund hefur ekkert með kyneinkenni, kynhneigð eða útlit að gera heldur með upplifun okkar af eigin kyni. Sumt fólk upplifir sig sem karla, annað sem konur, sumt upplifir sig sem blöndu af hvoru tveggja og annað upplifir sig hvorki sem konu né karl. Það er einmitt kynvitundin sem segir til um hvort við erum trans eða sís. Flestir eru sem sagt sískynja og hafa aldrei þurft að efast um að það kyn sem ljósmóðirin tilkynnti þegar þeir fæddust sé þeirra rétta kyn. Aðrir efast eða eru fullvissir um að það kyn sem ljósmóðirin gaf upp sé ekki þeirra rétta kyn og eru því trans. Sumt fólk fer í aðgerðir eða tekur inn hormón til að laga líkama sinn og útlit að kynvitund sinni en aðrir ekki. Kynjaskipting er algeng í samfélaginu, ekki síst í íþróttum og eiga börn rétt á því að velja hvorum hópnum þau tilheyra og taka þátt í æfingum og leikjum út frá því kyni sem þau kenna sig við.
- Trans kona: kona sem var úthlutað karlkyni við fæðingu
- Trans karl: karl sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu
- Kynsegin: fólk tengir hvorki við að vera karl eða kona, er blanda af hvoru tveggja eða flakkar á milli
- Kvár: fullorðinn kynsegin einstaklingur
- Stálp: kynsegin barn
- Sís (sís-kynja): fólk er sátt við það kyn sem það fékk úthlutað við fæðingu
Ókyngreint rými er svæði sem er ýmist merkt fyrir öll kyn eða ekki merkt ákveðnu kyni og þar með hugsað fyrir öll kyn.
Sérklefi eru klefar í sundlaugum og víðar sem þjóna m.a. sumu fötluðu fólki og sumu trans fólki. Sérklefi veitir þeim sem þurfa aukið aðgengi og næði. Engum er skylt að nota sérklefa.
Trans fólk í íþróttum
Trans (transgender) er griðarlega stórt regnhlífarhugtak sem að nær yfir fjöldann allan af hópum sem eiga það sameiginlegt að þeirra kynvitund, kyntjáning eða upplifun er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Þar undir falla meðal annars flokkar á borð við trans konur, trans karlar, kynsegin fólk o.fl. en listinn er alls ekki tæmandi.
Á síðustu árum hafa fleiri börn, á öllum aldri, verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að upplifun einstaklinga er mismunandi og er engin algild skilgreining eða upplifun rétt eða röng. Ekki allt trans fólk fer í aðgerðir og/eða á hormóna. Fyrir suma er nóg að fá samfélagslega viðurkenningu á kyni sínu.
Samþykki og viðurkenning trans barna
Mikilvægt er fyrir líðan og þroska barna að þau séu virt og viðurkennd eins og þau eru og í samræmi við kynvitund þeirra. Trans börn sem eru viðurkennd eins og þau eru og fá stuðning í samræmi við sína kynvitund hafa betri sjálfsmynd og líður betur andlega en trans börnum sem ekki eru viðurkennd eins og þau eru eða upplifa sig. Með þetta í huga ætti alltaf að nota það nafn og fornafn sem börnin kjósa og hafa valið sér og breyta eftirnafni þannig að það samræmist því kyni.
Hafa í huga: (fínt að hafa þetta í fellilista)
Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun, en talað er um trans fólk, trans konur, trans karla og kynleiðréttingu. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyni við fæðingu en eru konur og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en eru karlar.
· Það er gríðarlega mikilvægt að tala um trans fólk samkvæmt þeirra kynvitund og nota þau fornöfn sem að þau nota burtséð frá hvernig einstaklingur lítur út eða hvaða persónulegu skoðun þú hefur. Sumt trans fólk kýs einnig að nota kynlaus fornöfn á borð við “hán.” hán.” Ef það er óljóst hvaða fornafn skal nota, endilega spurðu viðkomandi hvaða fornafn þau vilji nota.
· Það er grundvallaratriði að börn séu meðtekin og viðurkennd í samræmi við sína kynvitund. Það er því mikilvægt að börn upplifi að umhverfið samþykki þau eins og þau eru.
· Börn ættu einnig að vera kynnt fyrir nýjum félögum og ábyrgðaraðilum samkvæmt kynvitund þeirra og með því fornafni sem þau hafa kosið sér. Sem dæmi má nefna þá á að kynna trans stelpu einfaldlega sem stelpu.
· Mikilvægt er fyrir ábyrgðaraðila eða aðra að vera með réttar og uppfærðar upplýsingar um stöðu barnsins.
· Gæta þarf að því á öllum stigum að halda trúnaði við barnið og gæta að friðhelgi þess.
Hér er gott að spyrja sig: Hvernig veit barn að þú sért styðjandi og fordómalaus? Ef barn er hinsegin og leitar til þín eftir ráðgjöf og stuðningi er mikilvægt að halda samtalinu opnu, en leita ráða ef þörf er á og kynna sér þann stuðning sem er í boði, bæði fyrir þig og barnið.
· Mikilvægt er að styðja við fjölbreyttar kynhneigðir barna og veita þeim tækifæri til að tjá sig um hana. Gott er að grípa tækifærið þegar umræður skapast um ástir, kynhneigðir og sambönd til að fræða.
· Ábyrgðaraðili gæti þurft að athuga eftirfarandi aðstæður til að tryggja öryggi og velferð barnsins:
o Meðhöndlun á kennitölu (nafn og kyn í þjóðskrá og persónuverndarlög)
o Kynjuð rými eins og búningsklefa (ef það er farið í sturtu)
o Gistiaðstaða í keppnisferð (ef börnum líður illa við tilhugsunina að vera með öðrum í herbergi)
· Finna þarf hagnýtar lausnir, sem einangra ekki eða afhjúpa börnin og valda þeim vanlíðan. Dæmi um hagnýta lausn gæti verið að nýta dómaraherbergi sem auka klefa eða einkarými til fataskipta ef þess er þörf. Upplýsa gæti þurft húsverði um þá aðila sem hafa heimild til að nota einkarými. Barn ætti ekki að þurfa að upplýsa um ástæður þess. Í mörgum íþróttagreinum er ekki nauðsynlegt að hafa fataskipti og í þeim tilvikum væri möguleiki á að bjóða börnum upp á að mæta í íþróttafötum á æfingar. Skrá ætti handvirkt það nafn sem barnið kýs ef það er annað en það sem tengt er við kennitölu.
· Upplýsingakerfi, sem notuð eru í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sum börn hafa breytt nafni sínu og kynskráningu í þjóðskrá í samræmi við það nafn sem þau vilja nota dagsdaglega. Fyrir þau börn sem ekki hafa gert það, er mikilvægt að breyta í því upplýsingakerfi sem notað er í daglegu starfi íþróttafélags. Einnig þarf að athuga að rétt nafn birtist á þátttakendalistum, leikskýrslum eða keppnisgögnum. Tafir á leiðréttingu gagna geta leitt til óþægilegrar reynslu fyrir barnið.
· Kynjaskipting er algeng í samfélaginu, ekki síst í íþróttum og eiga börn rétt á því að velja hvorum hópnum þau tilheyra og taka þátt í æfingum og leikjum út frá því kyni sem þau kenna sig við.
Upplýsingar fyrir vini/félaga og aðstandendur
Hafa þarf í huga að alls ekki öll börn eru tilbúin til að upplýsa félaga sína um að þau séu trans enda ber þeim engin skylda til þess, og gætu enn verið að máta sig í nýju kyni. Ef það kemur að því að upplýsa félaga í íþróttum og aðstandendur/forsjáraðila þeirra um kynvitund barnsins þarf fyrst og fremst að taka mið af þörfum og aðstæðum barnsins sjálfs. Mikilvægt er að hitta barnið og aðstandendur þess til að taka sameiginlega ákvörðun um:
- Hverja ber að upplýsa
- Hvað á að upplýsa um
- Hvenær og hvernig á að upplýsa
Viðmót þess sem upplýsir félaga og foreldra getur sett tóninn fyrir hvernig málin þróast og hvernig muni ganga. Mikilvægt er að nálgast málin á jákvæðan hátt og án þess að gera þetta að stærra máli en það þarf að vera.
Hinsegin fjölskyldur
Mikilvægt er að fagna ólíkum fjölskylduformum, ræða þær og gera sýnilegar þannig að þátttakenduriðkendur sem eiga t.d. hinsegin foreldra sjái að þeirra fjölskyldur séu jafngildar og fjölskyldur annarra. Það þarf að huga að því hvernig fjölskyldur eru ávarpaðar, hverjum er gert ráð fyrir á eyðublöðum, hvernig þeim er boðið að taka þátt í starfinu, hvernig talað er um fjölskyldur o.s.frv. Það er mikilvægt að það sé skýrt að hinsegin fjölskyldur séu velkomnar. Einnig getur vel verið að ábyrgðaraðilarþjálfarar og leiðbeinendur eigi börn, foreldra, systkini eða aðra fjölskyldumeðlimi sem eru hinsegin og er því mikilvægt að tryggja hinseginvæna orðræðu. Gott er að nota kennsluefni og annað sem sýnir fjölbreyttar fjölskyldur.
Trans fólk í kyngreindum rýmum - leiðbeiningar
Í þessum bæklingi er farið yfir ýmis viðbrögð og svör við fyrirspurnum og kvörtunum um að trans fólk noti kyngreind rými. Bæklingurinn er ætlaður starfsfólki íþróttamannvirkja, en getur einnig nýst öðrum.
Hinsegin fólk og íþróttir
Könnun og niðurstöður sem Svandís Anna Sigurðardóttir tók saman
TRANS BÖRN og íþróttir - Upplýsingarbæklingur fyrir þjálfara og aðra sem að íþróttastarfinu koma. Bæklingurinn er leiðbeinandi og tekur til barna að 12 ára aldri eða fyrir kynþroska.