Reykjavíkurleikarnir hófust fimmtudaginn 24.janúar og lauk í gær 3.febrúar með glæsilegri lokahátíð í Laugardalshöll. Þetta voru 12. leikarnir og keppt var í 18 íþróttagreinum í ár. Rúmlega sjö hundruð erlendir gestir af 45 mismundandi þjóðernum komu til landsins til að taka þátt í þessari miklu íþróttahátíð með flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt.
Glæsilegar hátíðir voru haldnar báða sunnudagana í Laugardalshöll og þar fengu bestu íþróttamennirnir í hverri grein viðurkenningu fyrir árangurinn. Lista yfir þau sem fengu viðurkenningu og myndir frá afhendingunni má finna hér fyrir neðan.
Stigahæstu íþróttamennirnir fyrri keppnishelgina:
Badminton
Karl: Kristófer Darri Finnsson, Ísland
Kona: Margrét Jóhannsdóttir, Ísland
Borðtennis
Karl: Set Egenberg, Noregur
Kona: Nevene Tasic, Serbía
Dans
Karl: Aldas Zgirskis, Ísland
Kona: Demi van de Berg, Ísland
Júdó
Karl: Jakub Jecminek, Tékkland
Kona: Gwenaelle Viard, Frakkland
Karate
Karl: Ólafur Engilbert Árnason, Ísland
Kona: Svana Katla Þorsteinsdóttir, Ísland
Kraftlyftingar
Karl: Krzysztof Wierzbicki, Póllandi
Kona: Joy Nnamani, Bretlandi
Ólympískar lyftingar
Karl: Carl Hampus, Svíþjóð
Kona: Þuríður Erla Helgadóttir, Ísland
Sund
Karl: Kristinn Þórarinsson, Ísland
Kona: Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ísland
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði gesti og veitti besta íþróttafólkinu í hverri grein verðlaun ásamt Ingvari Sverrissyni formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Guðni og Ingvar ásamt íþróttafólkinu.
Stighæstu íþróttamennirnir seinni keppnishelgina:
Badminton unglinga
Karl: Eysteinn Högnason, Ísland
Kona: Sissal Thomsen, Færeyjar
Fimleikar
Karl: Illia Pimanov, Rússland
Kona: Varvara Batalova, Rússland
Frjálsíþróttir
Karl: Marcellus Moore, Bandaríkin
Kona: Hafdís Sigurðardóttir, Ísland
Keila
Karl: Hlynur Örn Ómarsson, Ísland
Kona: Daria Pajak, Pólland
Listskautar
Karl: Darian Kaptisch, Ástralía
Kona: Tanja Odermatt, Sviss
Skotfimi
Karl: Ásgeir Sigurgeirsson, Ísland
Kona: Jórunn Harðardóttir, Ísland
Skvass
Karl: Gústaf Smári Björnsson, Ísland
Skylmingar
Karl: Franklín Ernir Kristjánsson, Ísland
Kona: Mekkin Elísabet Ingvarsdóttir, Ísland
Taekwondo
Karl: Eyþór Jónsson, Ísland
Kona: Gerður Eva Halldórsdóttir, Ísland
Það voru þeir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, og Pawel Bartoszek, formaður Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sem afhentu íþróttafólkinu viðurkenningarnar. Meðfylgjandi mynd er af þeim Pawel, Ingvari og íþróttafólkinu.