Nýlega opnaði nýr vefur um Melavöllinn víðfræga. Vefurinn er í höndum ÍÞróttabandalags Reykjavíkur en hann var hannaður til þess að halda uppi heiðri þessa merkilega íþróttavallar sem á sér einstakan þátt í íslenskri íþróttasögu.
Á vefnum má finna það helsta um sögu vallarins í máli og myndum frá opnun hans árið 1926 þar til hann að hann var lokaður árið 1984. Vefurinn er viðamikill og þar er hægt að fræðast um allt sem tengist Melavellinum og þar á meðal er stór kafli um “Sigurdaginn Mikla”, þann 29. Júní 1951 þegar knattspyrnulandslið karla sigraði feykisterkt lið Svía 4:3. Ríkharður Jónsson var hetja Íslands þennan dag en hann skoraði fjögur mörk í þessum leik.
Þessa merkilega sögu er hægt að kynna sér ásamt fjölmörgum öðrum og við mælum eindregið með því að áhugafólk um íþróttir og sögu skoði vefinn, en hægt er nálgast hann á https://www.melavollur.is/