Umsóknir í afreks – og verkefnasjóði ÍBR voru alls 77 talsins þessa önnina sem eru fleiri en undanfarin ár. Sjóðunum var skeytt saman í einn sjóð og var styrktarupphæð úthlutaðra styrkja samtals 5.525.000 kr. Styrkirnir dreifast á mörg félög og deildir innan félaga sem sendu inn umsókn. Alls fengu 48 umsóknir styrkveitingu að þessu sinni. Áherslur sjóðsins voru með breyttu sniði þessa önnina vegna COVID 19. Lögð var ríkari áhersla á að styrkja ungt og efnilegt íþróttafólk, nýsköpun og þróunarstarf ásamt búnaðar vegna COVID. Stjórn ÍBR hefur samþykkt að endurskoða reglur sjóðanna og mun það vonandi verða kynnt fyrir næstu úthlutun sem verður í mars 2021.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða umsóknir fengu úthlutað þessa önnina: