Uppbókað á ráðstefnu Reykjavíkurleikanna

21. janúar 2020

Reykjavíkurleikarnir eru árleg íþróttahátíð sem fer fram í 13. sinn dagana 23. janúar til 2. febrúar næstkomandi. Keppt verður í 23 íþróttagreinum en einnig er ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem fram fer í Laugardalshöll 23. janúar hluti af dagskránni.

Mjög mikill áhugi er fyrir ráðstefnunni en að henni standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík.

Loka þurfti fyrir skráningu á ráðstefnuna í dag en vakin er athygli á því að svo sem flestir eigi kost á fræðast um þetta mikilvæga málefni verður ráðstefnan í beinni útsendingu á Youtuberás Reykjavíkurleikanna.

Auglýsingaborði fyrir ráðstefnu Reykjavíkurleikanna

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna