Þingi ÍBR lokið

24. mars 2023

51. þing ÍBR fór fram í gær

Í gær, fimmtudaginn 23. mars fór fram þing ÍBR á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut. 69 fulltrúar íþróttafélaga innan bandalagsins mættu á þingið og tóku þátt í að móta stefnu komandi ára. Þingið heppnaðist mjög vel og tók um 5 klukkustundir.

Sigríður Jónsdóttir var þingforseti og Steinn Halldórsson var til vara.

Breytingar í stjórn ÍBR og gullmerki afhend

Gígja Gunnarsdóttir, Björn Magnús Björgvinsson og Haukur Þór Haraldsson gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn ÍBR og var þeim þakkað fyrir samfylgdina og vel unnin störf undanfarin ár.

Gígja og Björn fengu veitt gullmerki ÍBR að þessu tilefni.

Gígja hefur verið í stjórn ÍBR frá 2006. Hún hefur verið ritari stjórnar og gjaldkeri um árabil og brann fyrir umbótum í íþróttastarfi í borginni. Björn kom inn í stjórn ÍBR árið 2011. Þekking Björns á íþróttastarfi og þá sérstaklega liðsíþróttum auk innsýnar hans í borgarkerfið sem hefur nýst afar vel í starfi stjórnar ÍBR. Haukur hefur setið í varastjórn ÍBR frá 2013. Innsýn hans í starf félaganna hefur verið dýrmæt í störfum stjórnar ÍBR.

Nýjir aðilar bættust við og heita þau Margrét Hafsteinsdóttir, Kristinn Steinn Traustason og Benedikt Ófeigsson sem kom inn í varastjórn.

Nýjir gullstjörnuhafar

Einnig voru veittar tvær gullstjörnur þeim Ómari Einarssyni og Sigurði Hall.

Sigurður sat í stjórn ÍBR 1984-1996 og hefur verið skoðunarmaður ársreikninga ÍBR frá 1998. Sjálfboðastörf hans í stjórn og faglegt eftirlit og ráðgjöf sem skoðunarmaður spanna því nærri fjörtíu ára tímabil.

Ómar var framkvæmdastjóri ÍTR frá stofnun þess árið 1986-2022. Hann er ötull stuðningsmaður íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík og hefur verið vakinn og sofinn yfir framgangi íþróttastarfs í borginni allan sinn starfsferil. 

Mynd af verdlaunahofum og tveimur stjornarmedlimum IBR.

Frá vinstri: Ingvar Sverrisson (formaður ÍBR), Ómar Einarsson, Gígja Gunnarsdóttir, Sigurður Hall, Björn Magnús Björgvinsson og Lilja Sigurðardóttir (varaformaður ÍBR).

Gullmerki ÍBR - 2023
Björn M. Björgvinsson

Björn M. Björgvinsson

Gígja Gunnarsdóttir

Gígja Gunnarsdóttir

Gullstjörnuhafar - 2023
Ómar Einarsson

Ómar Einarsson

Sigurður Hall

Sigurður Hall

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna