Sýnum karakter

26. september 2016

Sýnum karakter lógó

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október kl.10:00-12:30. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter (www.synumkarakter.is) verður opnuð á ráðstefnunni.

Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu

Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málið í pallborði. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum. Þátttakendur á ráðstefnunni eru m.a.: Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu; Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu; Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ, Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum.

Dagskrá ráðstefnunnar 1.október

Skráning á ráðstefnuna 1.október

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna