Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um rekstur fjögurra stórra íþróttaviðburða á sumrin en þeir eru:
WOW Tour of Reykjavik - 1.-2.júní
Miðnæturhlaup Suzuki - 21.júní
Laugavegshlaupið - 14.júlí
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 18.ágúst
Á vefnum marathon.is má finna upplýsingar um viðburðina og fleiri íþróttaviðburði sem ÍBR sér um.
Þá stendur Íþróttabandalagið einnig fyrir mótaröð sumargötuhlaupa í samstarfi við frjálsíþróttafélög í Reykjavík og Powerade sem kallast Powerade Sumarhlaupin. Fyrsta hlaup mótaraðarinnar er Víðavangshlaup ÍR sem fram fer á Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl. Skráning í hlaupið er í fullum gangi á vefnum hlaup.is.
Nánari upplýsingar um Powerade Sumarhlaupin má finna á sumarhlaupin.is.
Íþróttafélögin í Reykjavík taka virkan þátt í viðburðunum sem ÍBR rekur en þeir útvega starfsmenn sem vinna við viðburðina í fjáröflun fyrir sitt félag. Þá er hagnaður af viðburðunum notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum tvo sjóði: Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR.
Gleðilegt sumar!