Styrkur frá Reykjavíkurborg til að gefa út forvarnarbækling

18. desember 2020

 Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur fengið styrk upp á 500.000 kr til að gefa út bæklinginn “Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum – forvarnir, viðbrögð og verkferlar”. Styrkurinn barst frá Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar.

ÍBR gaf út bæklinginn rafrænt, hægt er að skoða hann hér: www.ibr.is/sidamal.

Í bæklingnum má finna upplýsingar um hvert fólk á að leita ef það hefur orðið fyrir ofbeldi eða áreitni í íþróttum, upplýsingar fyrir íþróttafélögin um hvað þau eigi að gera komi upp mál af þessum toga, upplýsingar fyrir þá sem taka á móti tilkynningum, upplýsingar fyrir þá sem verða vitni af ofbeldi eða áreitni eða grunar ofbeldi eða áreitni. Bæklingurinn hefur komið að góðum notum fyrir iðkendur, íþróttafélög, sérsambönd og fleiri innan íþróttahreyfingarinnar.

Við erum ánægð að geta nú prentað bæklinginn út og komið honum á sem flesta staði og vonandi geta fleiri nýtt sér þessar lausnir. Einnig er mikilvægt að hafa hann í boði á fleiri tungumálum, en rannsóknir hafa sýnt að fólk af erlendum uppruna verður frekar fyrir ofbeldi í íþróttum (og allstaðar) og því er mikilvægt að sinna þessum hópi sérstaklega vel.

Við erum ánægð að fá tækifæri til að prenta þennan bækling og halda áfram í þessari baráttu, við þökkum Reykjavíkurborg kærlega fyrir styrkinn.

 

Einnig barst ÍBR 200.000kr styrkur frá Fræðslu og verkefnasjóði UMFÍ. Við þökkum þeim einnig kærlega fyrir þeirra framlag.

Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri siðamála ÍBR til vinstri og Elísabet Pétursdóttir, verkefnastjóri Mannréttinda- og Lýðræðisskirfstofu Reykjavíkurborgar, til hægri

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna