Styrkir - umsóknarfrestur til 15. september

3. september 2018

Senn líður að seinni úthlutun ársins úr Verkefnasjóði ÍBR og Afrekssjóði ÍBR. Umsóknarfrestur fyrir báða sjóði er 15.september næstkomandi. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð má finna hér á ibr.is undir liðnum styrkir.

Verkefnasjóður

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík.  Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar.

Nánari upplýsingar veitir:
Anna Lilja Sigurðardóttir – annalilja@ibr.is

Afrekssjóður

Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja íþróttafólk sem hefur hæfileika og getu til að ná langt í sinni íþróttagrein og þjálfara til þátttöku í námskeiðum. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.

Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Freyr Ásmundsson – kjartan@ibr.is

Mynd af Laugardalshöllinni

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna