"Þetta voru stærstu, glæsilegustu og fjölbreyttustu Reykjavíkurleikarnir frá upphafi," sagði Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar 13. Reykjavíkurleikanna, sem lauk í gærkvöld með veislu mótshaldara, keppenda og annarra sem að leikunum komu í Laugardalshöll.
13. Reykjavíkurleikarnir hófust fimmtudaginn 23.janúar og lauk í gær með keppni í fjölmörgum greinum. Keppt var í 20 íþróttagreinum í ár. Metfjöldi erlendra gesta tók þátt í leikununum eða um 1000 af 45 mismundandi þjóðernum. Íslenskir keppendur voru um 2000 og voru því þátttakendur um 3000, sem gerir leikana að einum viðamesta íþróttaviðburði sem fram hefur farið hérlendis. Áhorfendafjöldi var meiri en áður í langflestum greinum og er ljóst að geysimikill áhugi er á leiknum meðal almennings. RÚV sýndi frá keppni í 11 greinum og var þar bryddað uppá ýmsum nýjungum. Aðrir fjölmiðlar gerðu leiknum einnig góð skil. Eins vöktu nýjar greinar, hermi-akstursíþróttir, enduro hjólreiðar, crossfit, klifur og pílukast verðskuldaða athygli.
Í badminton, dansi, frjálsíþróttum, júdó, listskautum, karate, ólympískum lyftingum og sundi var feikna sterkt erlent íþróttafólk á meðal keppenda ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Í kraftlyftingum voru bæði heims- og Evrópumeistarar á meðal þátttakenda og þar var líka eitt heimsmet slegið. Í keilu kepptu erlendir atvinnumenn við íslenska áhugamenn. Fjöldi Íslands- og mótsmeta voru auk þess sett í mörgum greinum.
Fjölmargar myndir frá keppninni síðustu tvær helgar má finna hér á Facebooksíðu leikanna. Velkomið er að nota þær í fjölmiðlum ef ljósmyndara er getið. Einnig er hægt að útvega þær í hærri upplausn ef þess er óskað.
Haldið var uppá góðan árangur og vel heppnaðar mótshelgar sunnudagana 27. janúar og 2. febrúar í Laugardalshöll. Þar fengu stigahæstu einstaklingarnir eða þeir sem voru valdir bestir í hverri íþróttagrein viðurkenningu og má sjá lista yfir þá hér að neðan.
Reykjavik International Games
Besta íþróttafólkið 2020
Badminton
Fathurrahman Fauzi, Indonesia
Rachel Sugden, Scotland
Badminton unglinga
Andri Broddason, Iceland
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, Iceland
Borðtennis
Ellert Georgsson, Iceland
Nevene Tasic, Serbia
CrossFit
Ingimar Jónsson, Iceland
Sandra Hrönn Arnardóttir, Iceland
Dans
Artem Semerenko, Kyrgyzstan
Valeriya Kachalki, Kyrgyzstan
Enduro hjólreiðar
Gestur Jónsson, Iceland
Þórdís Björk Georgsdóttir
Frjálsíþróttir
Hlynur Andrésson, Iceland
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Iceland
Hermiakstur
Karl Thoroddsen, Iceland
Hjólreiðar brekkusprettur
Agnar Örn Sigurðarson, Iceland
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Iceland
Júdó
Zaza Simonishvili, Iceland
Ingunn Sigurðardóttir, Iceland
Karate
Joby Wilson, England
Sonia Ventura Garcia, Spain
Keila
Hafþór Harðarson, Iceland
Danielle McEwan, USA
Klifur
Kjartan Jónsson, Iceland
Hjördís Björnsdóttir, Iceland
Kraftlyftingar
Kimberly Walford, US virgin islands
Viktor Samúelsson, Iceland
Listskautar
Nikolaj Mölgaard Pedersen, Denmark
Marianne Stålen, Norway
Ólympískar lyftingar
Tim Kring, Denmark
Mille Sögaard, Denmark
Pílukast
Páll Árni Pétursson, Iceland
Ingibjörg Magnúsdóttir, Iceland
Rafíþróttir
Garðar Snær Björnsson, Iceland
Skotfimi
Ívar Ragnarsson, Iceland
Jórunn Harðardóttir, Iceland
Skvass
Róbert Fannar Halldórsson, Iceland
Sund
Anton Sveinn McKee, Iceland
Mie Nielsen, Denmark
Taekwondo
Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Iceland
Tinna María Óskarsdóttir, Iceland