Skráning í Norðurljósahlaupið 2025 er hafin!

8. ágúst 2025

Norðurljósahlaupið 2025 fer fram laugardaginn 8. febrúar og verður sem endrumnær hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkuborgar.

Norðurljósahlaupið er 4-5 km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur geta sleppt af sér beislinu og upplifað upplýstar götur Reykjavíkurborgar. Þátttakendur fá allir stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og armband og andlitsmálning. Þannig verða þátttakendur hluti af sýningunni frá byrjun til enda. Þetta er skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur munu upplifa borgina í nýju ljósi, upplifa spennuna, orkuna og andrúmsloftið.

Engin tímataka er í hlaupinu því það er ekki „keppni“ sem slík, þetta er upplifun. Norðurljósahlaupið snýst um heilbrigða líðan, skemmtun og að eyða undraverðu kvöldi með vinum og fjölskyldu. Við hvetjum áhugasöm til að gera kvöldið skemmtilegt og eftirminnilegt í hlaupinu. Göngugarpar eru velkomnir! Við skiljum fullkomlega að þátttakendur vilji taka því rólega og meðtaka andrúmsloftið og stemminguna. Það fara allir á sínum hraða!

Þetta er einstakt tækifæri fyrir þátttakendur til að skína með því að koma með sköpunargleði og taka þátt í þessum frábæra viðburði.

Skráning er í fullum gangi hér: https://www.corsa.is/is/174/register

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna