Samkvæmt lögum Íþróttabandalags Reykjavíkur ber félögum að skila ársskýrslum sínum í síðasta lagi þann 1. júní ár hvert. Frestur til að skila gögnum vegna Grunnstyrks ÍBR (Lottós) er 31. maí. Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur ákveðið að framlengja þessa fresti til 1. október.
Hér fer á eftir yfirlit yfir skilafresti ásamt frekari upplýsingum þar sem við á:
Starfsskýrslur ÍSÍ
Skilafrestur er 1. júní í félagakerfi íþróttahreyfingarinnar, Felix.
Minnt er á mikilvægi þess að taka til í félaga- og iðkendatölum enda hafa þessar tölur áhrif á þjónustugjöld til ÍBR, fjölda á þingum og greiðslur úr Lottó.
Grunnstyrkur ÍBR – Lottó
Skilafrestur til ÍBR er 1. október.
Hér má finna eyðublað sem félag þarf að fylla út og skila auk ársreiknings.
Ársreikningar og ársskýrslur félaga frá aðalfundum
Skilafrestur til ÍBR er 1. október.
Minnt er á að félög sem þiggja styrki frá Reykjavíkurborg skulu hafa þá sýnilega á heimasíðum sínum og einnig að koma því á framfæri að starfsemi þeirra sé styrkt af borginni.
Samræmt form ársreikninga
Stærstu aðildarfélög ÍBR þurfa að skila upplýsingum úr ársreikningum sínum á samræmdu formi sem sent verður til þeirra. Skilafrestur til ÍBR er 1. október.
Ef einhverjar spurningar vakna hafið endilega samband við skrifstofu ÍBR.