Sigurgeir Guðmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍBR látinn

5. janúar 2021

Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur lézt á Vífilsstöðum þann 30. desember s.l. 93 ára að aldri. Sigurgeir var framkvæmdstjóri bandalagsins frá 1954 til 1996, eða í 42 ár en vann síðan áfram að ýmsum verkefnum á skrifstofu ÍBR. Jafnframt var hann fyrsti framkvæmdastjóri Laugardalshallar 1965-1969 og framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna 1969-1984.

Við söknum mikils meistara sem alltaf var léttur í sinni og botnlaus brunnur allskonar fróðleiks og sögulegra staðreynda.  Fjölskyldu Sigurgeirs eru færðar innilegar samúðarkveðjur.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna