Samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík undirritaður

20. febrúar 2024

Þann 20. febrúar skrifaði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur undir samstarfssamning milli Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík 2024-2026.

Helstu atriði í samningnum eru:

 

Verðbætur

Í þeirri áætlun sem nú liggur fyrir samhliða nýjum samningi er tekið tillit til verðbóta aftur í tímann, nokkuð sem við höfðum bent á að væri mikilvægt til að mæta þeim miklu hækkunum sem hafa orðið á launakostnaði og verðlagi almennt.  Við höfum ekki náð að leggjast yfir nákvæma útreikninga varðandi hvort að með þessu sé jafnvægi náð en tölur ársins hækka um 10,2%

Hverfisfélög og styrkjakerfi

Áfram verður haldið þeirri vinnu sem hafin var varðandi breytingar á styrkjakerfinu og umgjörð um hverfisfélög.  Þeirri vinnu skal lokið fyrir 1. maí n.k. með það að markmiði að breytingar taki gildi árið 2025.

Ýmis styrkjamál

Fleiri atriði varðandi styrki til íþróttafélaga verði tekin til skoðunar og verði þeirri vinnu lokið fyrir 1. maí 2025 með það að markmiði að breytingar taki gildi 2026.  Hér er um að ræða lengingu æfingatímabils, hlutverk Íþróttafulltrúa, þjálfarakostnaður, íþróttaakstur og endurskoðun styrkjakerfisins í heild.

Viðhald íþróttamannvirkja

Fyrirkomulag meiriháttar viðhalds íþróttamannvirkja í eigu íþróttafélaga verður endurskoðað á samningstímanum.

Æfingagjöld

Komið verði á fót gagnagrunni til að auðvelda yfirsýn yfir gjaldtöku og þjónustu.

Hreyfing eldri borgara

Unnið verður að áætlun um stuðning við íþróttastarf eldri borgara í Reykjavík.

Afreksíþróttir

Unnið verður að eflingu afreksíþrótta út frá stefnu í íþróttamálum í Reykjavík með hliðsjón af afreksstefnu stjórnvalda. Áhersla lögð á samstarf innan einstaklingsíþrótta.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna