Úthlutun úr Afreks- og Verkefnasjóði frestað

26. febrúar 2021

Stjórn ÍBR hefur samþykkt að sameina Verkefnasjóð ÍBR og Afreksjóð ÍBR í einn sjóð sem ber heitið Styrktarsjóður ÍBR.  Með sameiningu sjóðanna er hægt að stýra flæði sjóðsins hverju sinni eftir áherlsum við hverja úthlutun. Þannig gefst meira svigrúm til að veita meiri fjárveitingu til vissra verkefna og einstaklinga hverju sinni sem mun koma sér betur fyrir félögin að mati stjórnar. Upplýsingar um sjóðinn má  finna á heimasíðu ÍBR hér.

Tekjur Styrktarsjóðs ÍBR koma m.a. af viðburðum ÍBR og í ljósi þess að óvissa er mikil um viðburðahald í sumar hefur stjórn ÍBR tekið þá ákvörðun að fresta úthlutun sem ætti að vera nú mars/apríl.  Tekin verður ákvörðun um framhaldið þegar staðan varðandi viðburðahaldið er orðin skýrari.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna