Rekstur íþróttafélaga

18. apríl 2018

Fimmtudaginn 26.apríl klukkan 8:30-9:30 stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir morgunverðarfundi um rekstur íþróttafélaga í Laugardalshöll (salur 1, inngangur A). Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, og Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fram, verða með framsöguerindi og ætla að leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 

Er hægt að reka boltadeild og skila hagnaði? 
Hver ber ábyrgð á rekstri boltadeildar? 
Hvaðan koma tekjurnar?
Hvernig gengur að ná í samstarfsaðila? 
Eru laun íþróttafólks of há? 
Búa félögin við jafnar aðstæður?

Að loknum erindum verða umræður sem Gígja Gunnarsdóttir, ritari stjórnar ÍBR, stýrir.

Boðið verður uppá rúnnstykki, kaffi, te og djús.

Smelltu hér til að skrá þig.

Mynd af Laugardalshöllinni

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna