Í tengslum við Reykjavík International Games standa, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum.
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 23. janúar frá kl.14:00 – 16:00 í Laugardalshöll, sal 1.
MEGIN ÁHERSLUR RÁÐSTEFNUNNAR:
- Niðurstöður rannsóknar um aðkomu sveitarfélaga að afreksíþróttum.
- Jafnréttismál innan íþróttafélaga.
- Börn af erlendum uppruna og íþróttir.
- Jafnrétti fatlaðra barna í íþróttum.
- Viðhorf og óskir barna og unglinga.
- Trans fólk og íþróttir.
FYRIRLESARAR VERÐA:
Ágústa Edda Björnsdóttir
Ástþór Jón Tryggvason
Hugrún Vignisdóttir
Ingi Þór Einarsson
Joanna Marcinkowska
Salvör Nordal.
FRÍTT er á ráðstefnuna en nauðsynlegt er að skrá sig.
