Nýr söguvefur

18. desember 2019

Íþróttabandalag Reykjavíkur varð 75 ára 31.ágúst 2019. Í tilefni af afmælinu var ákveðið að fara í gerð söguvefs. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var fenginn til að taka saman efni til að setja á tímaás um sögu íþróttanna í Reykjavík. Tímaásinn spannar tímabilið frá 1824 þegar fyrsti vísir að nútímaíþróttum hefst um leið og þéttbýlismyndun á Íslandi og til dagsins í dag. Stuttur texti um helstu stórviðburði íþróttanna á þessu tímabili er á ásnum ásamt myndum. Sérfræðingar hjá Kodo sáu um hönnun og uppsetningu á vefnum.

Þvottalaugarnar í Laugardal, konur að þvo þvott.

Árið 1824 hófst sundkennsla fyrir pilta í Laugalæknum sem rann úr Þvottalaugunum til sjávar. Gerð er fyrirhleðsla í læknum til að útbúa vísi að sundlaug eða sundpolli.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna