Nýr hjólaviðburður í Reykjavík

19. júlí 2016

Tour of Reykjavik logo/merki

Tour of Reykjavík er ný hjólreiðakeppni sem íþróttabandalag Reykjavíkur mun halda sunnudaginn 11.september 2016.

Boðið verður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum. Keppnin mun hafa upphaf og endi í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið á Þingvelli eða styttri hringi Í Laugardal og í borginni.

Markmið viðburðarins er tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður að efla hjólreiðar á afreksstigi hér innanlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári sem vonandi mun hvetja innlent hjólreiðafólk til dáða. 

Hægt er að skoða leiðirnar, keppnisfyrirkomulag og skrá sig á http://tourofreykjavik.is/

Maður á hjóli.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna