Norðurljósahlaup Orkusölunnar

15. febrúar 2019

Laugardaginn 9.febrúar fór Norðurljósahlaup Orkusölunnar fram í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er þriðja árið í röð sem Íþróttabandalag Reykjavíkur stendur fyrir Norðurljósahlaupi í tengslum við Vetrarhátíð. 

Norðurljósahlaupið er 5 km skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem keppendur fá að upplifa borgina í nýju ljósi. Hlaupið er hjá helstu kennileitum borgarinnar sem eru upplýst í tilefni Vetrarhátíðar auk þess sem búið er að koma fyrir skemmtistöðvum með ljósum og tónlist á leiðinni. Þátttakendur fá allir stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og gleraugum og armbandi og eru því hluti af ljósasýningunni. Engin tímataka er í hlaupinu því það er ekki „keppni“ sem slík, heldur upplifun.

Sjálfboðaliðar úr íþróttafélögunum í Reykjavík störfuðu við brautargæslu og fleiri störf í hlaupinu í fjáröflun fyrir sitt félag. 

Nánari upplýsingar um Norðurljósahlaup Orkusölunnar má finna á nordurljosahlaup.is.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna