Leiðbeiningar og reglur varðandi umgengni og sóttvarnir hjá íþróttamannvirkjum félaganna og Reykjavíkurborgar

14. janúar 2021

Miðvikudaginn 13. janúar 2021 tekur gildi ný reglugerð um sóttvarnir og ráðstafanir í íþróttamannvirkjum (https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni).

Reglurnar má finna á pdf skjali hér.

Samþykkt er fyrir því að opna fyrir æfingar “útleiguhópa” auk íþróttafélaga í mannvirkjum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Allir leigutakar verða að staðfesta samþykki sitt á þessum reglum áður en þeir hefja æfingar;

 • Notendur sem tilheyra Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands skulu fylgja reglum sem sérsamböndin hafa sett sér um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni.

• Leigutakar/almenningshópar sem ekki tilheyra Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands skulu fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins eða sínum eign sem hafa verið samþykktar af sóttvarnalækni.

• Leigutakar/almenningshópar mega ekki nota búningsklefa í skólamannvirkjum.

• Enginn hópur fer inn án skráðs þjálfara/ábyrgðarmanns. Skrá þarf nafn viðkomandi, símanúmer og tölvupóstfang, vegna mögulegrar rakningar og framfylgni sóttvarna.

• Ábyrgðarmaður hóps hefur eftirfarandi skyldur:

o Að upplýsa sína iðkendur og staðfesta að hans hópur fari að reglum, hámark 50 manns.

o Merkja við nafnalista hverjir mæta í hvern tíma (vegna mögulegrar rakningar).

o Mæting hóps í húsin sé á tilsettum tíma (5 mín fyrir) og yfirgefa húsnæði strax að loknum tíma!

o Koma með eigin bolta, spaða eða önnur smááhöld og sótthreinsa þau fyrir og eftir notkun.

o Spritta hendur reglulega.

• Búningsklefa skal þrífa reglulega yfir daginn.

• Þrífa skal snertifleti á milli æfinga ( hurðahúnar, markstangir, handrið, bekkir o.fl. ).

• Allar æfingar verða 5 mín styttri, þannig gefst tími til að koma öllum út og renna yfir fleti o.s.frv.

• Foreldrum er ekki heimilt að vera viðstaddir á meðan æfingum innandyra sem utandyra stendur nema í brýnustu neyð og þá bara eitt foreldri/forráðamaður.

• Foreldrum barna á aldrinum 2-5 ára sem taka þátt í íþróttskólum félaganna er heimilt að fylgja barni sínu með eftirfarandi skilyrðum:

o Aðeins eitt foreldri/forráðamaður með hverju barni.

o Foreldrar skulu hafa grímu og passa tveggja metra fjarlægð sín á milli.

o Aðeins 20 foreldrar og 25 börn að hámarki í tíma auk þjálfara eða samtals 50 að hámarki.

• Mikilvægt er að skráning iðkenda á æfingum sé rétt og nákvæm þannig að ef til smitrakningar komi sé rakningin auðveldari. Þessu er beint til þjálfara og forsvarsfólks almenningshópa þar sem ekki er skráður þjálfari.

• Ef upp koma smit sem rakin eru til íþróttamannvirkja er mögulegt að þeim verði lokað á meðan rakning og úrvinnsla er í gangi. Hvenær mannvirkið verður opnað aftur er háð ákvörðun eiganda þess.

• Forsvarsmenn félaga eru vinsamlegast beðnir um að koma þessum upplýsingum til þjálfara/ábyrgðamanna hópa á þeirra vegum. Skólastjórnendur eru vinsamlegast beðnir um að koma þessum upplýsingum á sitt starfsfólk.

• Ef ekki koma fram athugasemdir leigutaka við reglum þessum er það túlkað sem ætlað samþykki. Munum að þetta er undir okkur komið. Virðum allar sóttvarnarreglur og leiðbeiningar.

 

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna