Jafnréttisheimsóknir ÍBR

10. maí 2022

Á þessu ári hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur heimsótt öll níu hverfafélög ÍBR. Hverfafélög ÍBR eru Ármann, Fjölnir, Fram, Fylkir, ÍR, KR, Valur, Víkingur og Þróttur. Tilgangur heimsóknanna var að skoða hvernig félögin eru að standa sig í jafnréttis og siðamálum.

Á meðal þess sem skoðað var í heimsóknunum var:

Jafnrétti kynja

Kynjahlutföll iðkenda, starfsfólks, þjálfara, stjórnarmeðlima.

Aðstaða, búnaður, æfingatímar, menntun þjálfara og tækifæri til menntunar

Verðlaunagripir, umfjöllun, auglýsingar, fyrirmyndir

Laun og hlunnindi, fjárveitingar, úthlutun úr sjóðum, fjáraflanir og ágóði þeirra

Stjórnir ráð og nefndir

Kynjahlutfall, þátttaka ólíkra hópa,

Starfsfólk

Kynjahlutfall, laun, tækifæri til menntunar

Jafnréttisstefna

Hvenær var jafnréttisstefnan síðast endurskoðuð

Eftirfylgni, kynning á stefnu fyrir iðkendum og starfsfólki

Ofbeldis- og siðamál

Kynning siðareglna og hegðunarviðmiða fyrir iðkendum og starfsfólki

Verkferlar þetar upp koma ofbeldismál

Kynning verkferla fyrir iðkendum og starfsfólki

Fjöldi mála sem hafa komið upp í félaginu

Fjölmenning – fólk af erlendum uppruna

Kynning á íþróttastarfsemi,

Er unnið eftir móttökuáætlun fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna

Tungumál upplýsinga til iðkenda og foreldra

Fjölbreytileiki mynda í kynningarefni

Hlutfall iðkenda, starfsfólks, þjálfara og sjálfboðaliða af erlendum uppruna

Hinsegin iðkendur

Aðgengi að salernum/búningsklefum

Hinseginfræðsla, Hinseginvænt umhverfi,

Tenging milli íþróttafélagsins og Tjarnarinnar eða Samtakanna 78

Fatlaðir iðkendur

Aðgengi að íþróttaaðstöðu, búningsklefa og salernisaðstöðu

Stuðningur, aðstoðarmanneskjur, búnaður

Sýnileiki

Hlutfall/fjöldi fatlaðra iðkenda

Efnaminni iðkendur

Styrkir, fella niður æfingagjöld

Samvinna við þjónustumiðstöð og/eða skóla

Annað

Fræðsluáætlun

Sakavottorð þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða

Taka á neikvæðri orðræðu í garð jaðarsettra hópa

Samantekt á heimsóknum í hverfafélög

Mikill samstarfsvilji er hjá öllum íþróttafélögunum og hafa félögin öll það sameiginlegt að vilja bæta aðstöðu og aðgengi fyrir alla í íþrótum.

Kynjahlutföll eru oftast um 60/40 nema í félögum þar sem boltaíþróttir eru ekki og t.d fimleikar er stór partur af starfseminn. Kynjahlutföll á skrifstofu eru nokkuð jöfn en oft ábótavant í stjórnum þar sem karlar eru oftast í meirihluta. Hjá flestum félögunum reyndist erfitt að fá konur inn í stjórnir.

Félögin eru að standa sig vel í mörgu og þá sérstaklega hvað  varðar aðstöðu, búnað og æfingatíma.

Félögin reyna eftir mesta megni að fjalla jafn mikið um öll kyn en oft er fjallað meira um þá sem eru að standa sig vel og þá er ekki verið að hugsa hvaða kyn  það sé.

Einhver félög greiða hærri laun til þjálfara sem þjálfa strákaflokka í fótbolta og er skýringin sú að í þeim félögum fer miklu meiri tími í að þjálfa þá sem eru í efstu deildinni. Hjá flestum ef ekki öllum félögunum eru mun fleiri þjálfarar karlkyns og sérstaklega í boltaíþróttunum. Öll félögin voru sammála um það að það væri mjög erfitt að fá stelpur til að þjálfa.

Það sem var oftast ábótavant er í sambandi við fólk af erlendum uppruna. Það er erfitt að ná til þeirra og þau skila sér ekki inn í íþróttahreyfinguna nema í litlu magni og þá er oft erfiðara að fá stelpurnar inn heldur en strákana. Það er erfitt fyrir fólk af erlendum uppruna að nálgast t.d. upplýsingar um hvar hægt er að sækja styrki og fleira. Það er þörf á meirii samvinnu við þjónustumiðstöðvarnar.

Fatlaðir iðkendur eru mjög fáir í íþróttafélögunum.

Félögin gætu bætt sig í hinseginleika. Hvergi var hægt að sjá hinsegin merkingar eða fána hjá félgögunum en allir sammála um að hinsegin fólk væri að sjálfsöðgu velkomið. Það er engin tenging milli íþróttafélaga og félagsmiðstöðvana fyrir hinsegin fólk og samtakanna 78.

Félögin eru öll tilbúin að hjálpa efnaminni iðkendum. Og oft á tíðum láta þau æfingagjöldin niður falla og aðstoða við að útvega búninga og skófatnaði.

Ef að þú hefur athugasemdir varðandi jafnrétti eða ofbeldi í íþróttum, endilega sendu póst á siðamal@ibr.is.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna