Viðurkenningar fyrir Íþróttafólk og Íþróttalið Reykjavíkur eru veittar 13. desember, í Ráðshúsi Reykjavíkur.
Veitt eru verðlaun fyrir íþróttamann, íþróttakonu og íþróttalið ársins.
ÍBR óskar allaf eftir tilnefningum frá íþróttafélögum Reykjavíkur.
Í ár bjóðum við upp á að allir geta tilnefnt Íþróttafólk og Íþróttalið Reykjavíkur fyrir árið 2022.
Við hvetjum þig til að taka þátt, þú tilnefnir HÉR.
Hægt er að tilnefna til 24. nóvember.
Íþróttafólk Reykjavíkur var fyrst afhent árið 1979 þegar Guðmundur Sigurðsson frá Ármanni var krýndur Íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árangur sinn í lyftingum. Árið 2013 var ákveðið að krýna Íþróttakonu og Íþróttamann Reykjavíkur, þá fékk Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona frá ÍR viðurkenninguna og Helgi Sveinsson frjálsíþróttamaður frá Ármanni. Þá var viðurkenning fyrir Íþróttalið Reykjavíkur einnig afhend, en meistaraflokkur KR í knattspyrnu hlaut þá verðlaun.
Hægt er að finna söguna um Íþróttafólk Reykjavíkur hér og einnig reglugerðina um viðurkenningarnar.