Vekjum athygli á því að íþrótta- og ungmennafélög í landinu geta sótt um styrki í Íþróttasjóð. Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknakerfi Rannís fyrir kl.16:00 mánudaginn 1.október 2018.
Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:
- sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
- útbreiðslu- og fræðsluverkefna , sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna
- íþróttarannsókna
- verkefna samkvæmt 13. gr. Íþróttalaga.
Sjá nánar hér.
