Íþróttamannvirki í Reykjavík

24. maí 2018

Íþróttabandalag Reykjavíkur boðar til fundar miðvikudaginn 6.júní þar sem gefst tækifæri til að koma með hugmyndir að uppbyggingu íþróttamannvirkja sem talin er þörf á í borginni.

Fundurinn verður opinn og í einskonar “þjóðfundarformi“. Fyrst verður stuttur fyrirlestur til að kynna verkefnið og gefa hugmyndir um hvað væri hægt að fá út úr vinnunni.

Síðan verður skipt í hópa eftir hverfum/borgarhlutum og þátttakendum gefst þar tækifæri á að setja hugmyndir sínar eða síns félags inn á kort sem hver hópur hefur af tilteknu svæði.

Á fundinum er gefst þeim sem taka þátt í íþróttastarfi í borginni tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Vinna af þessu tagi hefur farið fram í nokkrum hverfum borgarinnar í tengslum við skipulag þeirra og þar hafa komið fram ákveðnar hugmyndir frá borgurum. Markmið með okkar vinnu er að fá fram hugmyndir sem sprottnar eru úr ranni íþróttafélaganna og kannski frekar byggðar á reynslu og þekkingu þeirra sem í henni starfa. Að sjálfsögðu er þó líka horft til þess að áhugasamir félagsmenn íþróttafélaganna eða almennir borgarar með áhuga á íþróttastarfi sæki fundinn.

Afrakstur vinnunnar gæti verið grunnur að stefnu íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni til ársins 2030 og eins gæti hún orðið einskonar leiðarvísir fyrir stjórnendur borgarinnar varðandi hvaða verkefni séu brýnust á næstu árum og áratug.

Fundurinn verður miðvikudaginn 6. júní kl. 17:00-18:30 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal E.

Til að auðvelda skipulagningu er óskað eftir að þátttakendur skrái sig hér.

Mynd af Laugardalshöllinni

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna