ÍBR tók þátt í ICG sumarleikunum í Suður Kóreu

2. ágúst 2023

International Children's Games - Daegu, Suture Korea 4. júlí - 11. júlí

ÍBR sendi 7 keppendur og 3 þjálfara í þremur keppnisgreinum á ICG sumarleika í Daegu, Suður Kóreu, dagana 4-11. júlí. Keppnisgreinar sem tekið var þátt í að þessu sinni frá Reykjavík voru borðtennis, sund og frjálsar. Á ICG kemur ungt íþróttafólk á aldrinum 12-15 ára frá yfir 40 löndum/borgum víðsvegar úr heiminum saman til að etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Ferðin og keppni gekk vel hjá hópnum þrátt fyrir langt og erfitt ferðalag og náðust margir góðir sigrar og gríðarlega góð reynsla hjá öllum keppendum. Þess má geta að Ylfa Lind Kristmannsdóttir sundkona úr Ármanni gerði sér lítið fyrir og vann 3 gull í baksundi(50m, 100m og 200m) og eitt silfur í skriðsundi(50m). Frábær árangur hjá þessari frambærilegu sundkonu okkar sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í sinni íþrótt.

Keppendur og þjálfar voru eftirfarandi:

Borðtennis:

  • Benedikt Aron Jóhansson - Víkingur
  • Alexander Ivanov - BH
  • Ársæll Aðalsteinsson(þjálfari) - Víkingur

Frjálsar:

  • Júlía Mekkin Guðjónsdóttir - ÍR
  • Birta Karen Andradóttir - ÍR
  • Helgja Lilja Maack - ÍR
  • Vilhelmína Þór Óskarsdóttir(þjálfari) - Fjölnir

Sund:

  • Ylfa Lind Kristmannsdóttir - Ármann
  • Katrín Lóa Ingadóttir - Ármann
  • Halt Guðmundsson(þjálfari) - Ármann

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna