ÍBR komið með aðild að UMFÍ

16. október 2019

Íþróttabandalag Reykjavíkur fékk aðild að Ungmennafélagi Íslands laugardaginn 12.október 2019 ásamt Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttabandalag Akraness. Þetta var samþykkt á 51. sambandsþingi UMFÍ að Laugarbakka með nær öllum greiddum atkvæðum. ÍBR sótti fyrst um aðild að hreyfingunni 17.október 1997 og því kærkomið að fá hana loks samþykkta.

Íþróttabandalögin þrjú fái nú stöðu sambandsaðila innan UMFÍ, sem margfaldast í stærð. Í tilkynningu frá UMFÍ um málið segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ: „Hreyfingin verður öflugri við þetta. Við horfum til framtíðar. Nú getum við sameinað krafta okkar og orðið öflugri samtök en áður,‟

Ingvar Sverrisson fagnar niðurstöðunni einnig og segir: „Þetta eru frábærar fréttir og ánægjulegt hversu góður stuðningur var við málið á þinginu. Ég hef þá trú að við getum unnið af krafti saman að því að efla enn frekar íþrótta- og æslulýðsstarf í landinu á vettvangi UMFÍ. Það er orðið afar brýnt að vinna að framtíðarsýn fyrir íþróttahéröðin og finna leiðir til að styðja betur við starf í nærumhverfi barna og unglinga þannig að starf í íþróttum verði áfram jafn mikivægur þáttur í daglegu lífi okkar allra. Við hjá ÍBR hlökkum til að vinna með UMFÍ í framtíðinni."

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna