Íþróttabandalag Reykjavíkur á 75 ára afmæli í dag 31.ágúst. Af því tilefni var vígt upplýsingaskilti um Melavöllinn á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Þar komu saman formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBR ásamt stjórn ÍBR, fulltrúum ÍSÍ og fleiri góðum gestum. Við skiltið sagði Sigmundur Ó Steinarsson, blaðamaður, skemmtilegar sögur frá Melavellinum og var síðan haldið í sögugöngu í fylgd Stefáns Pálssonar, sagnfræðings, að Hólatorgi 2 þar sem ÍBR hafði um tíma aðsetur og í Vonarstræti þar sem ÍBR var stofnað. Að sögugöngu lokinni snæddu gesti hádegisverð í Iðnó. Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ færði bandalaginu glæsilegt málverk eftir Elsu Nielsen í tilefni dagsins og flutti kveðju framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Að hádegisverði loknum var Örn Andrésson fyrirverandi stjórnarmaður í ÍBR og ÍSÍ til margra ára sæmdur Heiðursstjörnu ÍBR. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælinu í dag.

Upplýsingaskiltið um Melavöllinn stendur á horni Suðurgötu og Hringbrautar við Þjóðarbókhlöðuna

Sigmundur Ó Steinarsson, blaðamaður, sagði skemmtilegar sögur frá Melavellinum

Sveinn og Ellert léku á Melavellinum á árum áður

Stefán Pálsson sagði á sinn einstaka líflega hátt frá stofnun ÍBR og sögu íþróttafélaganna í Reykjavík í afmælissögugöngunni

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, Örn Andrésson með Heiðursstjörnu ÍBR og Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR