Íþróttahátíð í Breiðholti heppnaðist frábærlega!

9. september 2025

Síðastliðinn laugardag, 6. september, fór fram stórskemmtileg íþróttahátíð í Breiðholti þar sem stemningin var í hámarki og fjölmenni lagði leið sína á viðburðinn.

Hátíðin stóð yfir á íþróttasvæðum bæði hjá ÍR og Leikni þar sem ungmenni á öllum aldri tóku þátt í fjölbreyttum íþróttagreinum. Á milli svæðanna gekk sérstök íþróttarúta sem tryggði að allir gætu notið dagsins til fulls.

Dagurinn endaði svo á Leiknissvæðinu þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Dansskóli Brynju Péturs setti líf í mannskapinn með glæsilegri danssýningu áður en Emmsjé Gauti steig á svið og hélt uppi sannkallaðri partýstemningu með tónleikum sínum. Að lokum var hátíðinni lokað með knattspyrnuleik á heimavelli Leiknis sem setti punktinn yfir i-ið á viðburðaríkan dag.

Hátíðin var öllum opin og aðgangur ókeypis. Fjölskyldur, vinahópar og íþróttaunnendur komu saman og nutu dagsins sem var haldinn með stuðningi frá Reykjavíkurborg, Evrópusambandinu og Erasmus.

Stemningin var einstök og margir ítrekuðu mikilvægi þess að halda áfram að efla samfélagið í Breiðholti með slíkum viðburðum sem sameina íbúa á öllum aldri í gleði og hreyfingu.

Myndir: Bjarni Baldursson

Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá hér.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna