Hjól við allra hæfi

2. september 2016

Tour of Reykjavik logo/merki

Tour of Reykjavík er ný hjólreiðakeppni sem íþróttabandalag Reykjavíkur mun halda sunnudaginn 11.september 2016.

Boðið verður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum. Keppnin mun hafa upphaf og endi í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið á Þingvelli eða styttri hringi í Laugardal og í borginni.

Markmið viðburðarins er tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður að efla hjólreiðar á afreksstigi hér innanlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári sem vonandi mun hvetja innlent hjólreiðafólk til dáða. 

Mikið verður lagt upp úr að mæta væntingum yngsta hjólreiðafólksins þar sem boðið verður upp á stuttan hring í Laugardalnum ásamt þrautabraut.

Hægt er að skoða leiðirnar, keppnisfyrirkomulag og skrá sig á http://tourofreykjavik.is/

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna