Reykjavíkurborg og Samtökin ’78 skrifuðu undir þriggja ára þjónustusamning sem felur í sér fræðslu til barna og ungmenna í grunnskólum og frístundastarfi Reykjavíkur. Hinsegin fræðsla innan Íþróttabandalags Reykjavíkur felst í fræðslu til starfsfólks og sjálfboðaliða félaganna.
Þetta er í fyrsta sinn sem fjármagn er merkt hinsegin fræðslu til íþróttafélaga innan Reykjavík. ÍBR mun vinna með Reykjavíkurborg og Samtökunum '78 að útfærslu hinsegin fræðslunnar.
Frekari upplýsingar má finna á reykjavik.is.