Nú er mótinu lokið í Helsinki í Finnlandi. Krakkarnir okkar voru með besta samanlagðan árangur frá upphafi á mótinu í ár!
Í ár var handknattleiksliðið í fyrsta sæti og knattspyrnuliðið einnig. Frjálsíþróttaliðið lenti í öðru sæti, bæði stelpu og strákamegin. Hansel Esono Adames vann til silfurs í langstökki og brons í hástökki. Þriðji í langstökki var Arnar Logi Henningsson og Ólafía Þurý Kristinsdóttir var í þriðja sæti í 800 metra hlaupinu.
Það er því óhætt að segja að Reykvíski hópurinn í ár hafi staðið sig vel og óskum við þeim öllum til hamingju með gott mót.