Grunnskólamót höfuðborga norðurlandanna 2023

22. maí 2023

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna (GHN) fer fram í 73. skiptið dagana 21. – 26. maí. Reykjavík tók þátt í fyrsta sinn árið 2006, en keppt er í knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsum íþróttum hjá bæði drengjum og stúlkum.

Keppendur eru valdir í úrtaki frá öllum félögum í Reykjavík. Þjálfarar á vegum ÍBR halda æfingar og velja þátttakendur sem fara á leikana. Það er mikill heiður að vera valin til að fara fyrir hönd Reykjavíkurborgar til að taka þátt. GHN er mikil upplifun og góð reynsla fyrir unga íþróttafólkið okkar og mun án efa nýtast þeim í framtíðinni.

Handknattleiksstelpurnar unnu sinn fyrsta leik 32 - 4 á móti Helsinki og knattspyrnustrákarnir unnu einnig sinn leik á móti Helsinki 2 - 1.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna